Diego Costa, framherji Atletico Madrid er allt annað en auðveldur karakter að eiga við. Costa var á dögunum dæmdur í átta leikja bann.
Atletico hefur tjáð Costa að hann fái sekt vegna bannsins, bannið fékk hann fyrir að kalla mömmu dómararns, hóru.
Costa spilar ekki aftur á þessu tímabili en hann rauk af æfingasvæði félagsins í dag, hann neitaði að æfa.
Þetta setur framtíð Costa í óvissu, rúmt ár er síðan hann snéri aftur til félagsins. Hann hafði komið sér í vandræði hjá Chelsea.
Costa er þrítugur en eftir að hafa gefið stuðningsmönnum Atletico áritun, spólaði hann í burtu.