Joey Barton er þekktur fyrir það að vera ansi skapheitur en hann stýrir í dag liði Fleetwood í ensku þriðju deildinni. Barton var ansi grófur og vitlaus leikmaður um tíma og nældi sér í ófá rauð og gul spjöld á skrautlegum ferli.
Hann stýrði Fleetwood í leik gegn Barnsley um síðustu helgi en Barnsley hafði betur með fjórum mörkum gegn tveimur.
Barton fékk ekki að fara beint heim eftir leikinn en lögreglan stöðvaði bifreið hans fyrir utan Oakwell völlinn. Hann er sakaður um að hafa lamið stjóra Barnsley.
Þetta atvik gæti komið fram í heimildarmynd sem Fleetwood er að vinna að, um tímabil liðsins.
Stikla var frumsýnd í dag en þar sást harkaleg slagsmál í klefanum hjá Barton.