Manchester Evenig News er staðarblaðið þar í borg, þar er því haldið fram að breyting verði á kaupstefnu Manchester United í sumar.
Stefnan sem Ed Woodward hefur keyrt á, er að kaupa stór nöfn sem selja treyju og fleira í þeim dúr.
Woodward er stjórnarformaður félagsins en gengið innan vallar hefur ekki verið gott í hans tíð. Ole Gunnar Solskjær og Mike Phelan vilja breyta þessu.
MEN Segir frá því að Phelan sé hugmyndasmiðurinn, United ætlar að kaupa unga og helst breska leikmenn til félagsins.
Stjörnur sem gefið hafa félaginu lítið hefur orðið til þess að Phelan vill breytingar, Ole Gunnar Solskjær hefur samþykkt það.
Þannig er líklegt að United reyni að fá Jadon Sancho, Declan Rice og fleiri sem eru ungir, öflugir og breskir.