Nicky Butt, fyrrum leikmaður Manchester United og þjálfari hjá félaginu í dag, var handtekinn á þriðjudag. Hann er sakaður um að hafa lagt hendur á fyrrum eiginkonu sína.
Butt og Shelley Barlow, ákváðu á síðasta ári að skilja en þau höfðu verið gift í ellefu ár. Samband þeirra var komið á endastöð.
Butt hafði verið í heimsókn hjá fyrrum eiginkonu sinni, en hún býr ennþá í húsinu sem þau áttu saman. Húsið er metið á 7 milljónir punda eða, rúman milljarð.
Butt var handtekinn á heimilinu eftir átök en Shelley var lítilega meidd eftir átök þeirra.
Þrjár lögreglur mættu á heimilið sem Butt heimsækir reglulega, til að hitta tvö börn sem þau eiga saman.
Butt var færður í fangaklefa en var sleppt eftir yfirheyrslur, hann mun mæta fyrir dóm síðar.