fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Segist hafa verið ónýt í vonlausu sambandi með stórstjörnu: Bannaði henni að gera allt – ,,Ég var bara á lífi fyrir hann“

433
Mánudaginn 29. maí 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan Mirtha Sosa hefur tjáð sig opinberlega um samband sitt við sóknarmanninn Alexis Sanchez.

Sanchez spilar með Marseille í Frakklandi en hann og Sosa voru í svokölluðu netsambandi en hittust aldrei í persónu.

Sosa er vinsæl fyrirsæta en rúimlega 200 þúsund manns fylgja henni á Instagram. Hún kemur frá Paragvæ.

Hún hefur nú rætt samband sitt við Sanchez og segir hann vera slæma manneskju með litla sem enga samvisku.

,,Hann bað mig um símanúmerið mitt. Við byrjuðum að senda skilaboð og kynnast,“ sagði Sosa.

,,Við hringdum í hvort annað og ég komst inn í þetta því ég trúði honum og hans lygum.“

,,Hann sendi mér miða svo ég gæti ferðast til hans en ég fór ekki. Ég sagði að ég myndi bara koma ef hann vildi vera með mér opinberlega.“

,,Ég ætlaði ekki að vera enn ein af þessum stelpum sem voru þarna í smá tíma og ekki meira en það.“

,,Ég komst að því að hann hafði verið að tala við margar konur, hann er ekki sá sem hann segist vera.“

,,Hann neitaði öllu. Ég veit ekki hvernig einhver getur látið svona. Hann hringdi í mig í 24 klukkutíma á dag.“

,,Hann fylgdist með því sem ég var að gera alls staðar í heiminum, hann vildi ekki leyfa mér að gera neitt.“

,,Það var ómögulegt að lifa með honum, ég átti ekkert líf lengur. Ég var bara á lífi fyrir hann.“

,,Ég varð ástfangin af þessum manni og hann sagði mér að hann vildi ekki kynnast annarri konu. Það sem hann gerði særði mig mikið, ég er alveg ónýt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Blackburn vill fá Andra Lucas Guðjohnsen

Blackburn vill fá Andra Lucas Guðjohnsen
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Jóhanna Helga stofnar stuðningshóp fyrir íslenskar konur í svipaðri stöðu – „Mikið tuð, stöndum saman“

Jóhanna Helga stofnar stuðningshóp fyrir íslenskar konur í svipaðri stöðu – „Mikið tuð, stöndum saman“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Newcastle loksins að fá framherja – Woltemade verður dýrastur í sögu félagsins

Newcastle loksins að fá framherja – Woltemade verður dýrastur í sögu félagsins
433Sport
Í gær

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United
433Sport
Í gær

West Ham rífur upp stóra heftið fyrir Fernandes

West Ham rífur upp stóra heftið fyrir Fernandes