fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Sport

Stjörnurnar sem Wenger keypti – næstum því

Ronaldo, Messi, Suarez og allir hinir

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 12. febrúar 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú þegar fjórtán umferðir eru eftir af ensku úrvalsdeildinni er Arsenal á kunnuglegum slóðum í 4. sæti deildarinnar, 12 stigum á eftir toppliði Chelsea eftir tvo tapleiki í röð. Þegar illa gengur hjá lærisveinum Arsene Wenger fer umræðan um leikmannahóp liðsins jafnan af stað og snýst hún yfirleitt um að liðið skorti sterkari leikmenn í nokkrar stöður.

Wenger gaf það út fyrir stórleikinn gegn Chelsea um liðna helgi að N‘Golo Kante, leikmaður Chelsea og fyrrverandi leikmaður Leicester, hafi verið einn þeirra leikmanna sem liðið skoðaði í sumar en af einhverjum ástæðum tókst ekki að klófesta. Svo fór að Chelsea samdi við þennan magnaða Frakka sem hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar í vetur.

Þeir eru fleiri leikmennirnir sem Arsene Wenger hefur skoðað og jafnvel getað keypt. FourFourTwo-tímaritið gerði á dögunum skemmtilega úttekt um leikmennina sem Arsene Wenger keypti næstum því. Þó að erfitt sé að fullyrða þar um er ómögulegt að útiloka að titlasafnið væri stærra ef einhverra þessara leikmanna hefði notið við á undanförnum árum.


1.) Paul Pogba

Arsene Wenger hefur áður gefið það út að félagið hafi reynt að fá Paul Pogba til liðsins þegar hann ákvað að fara frá Manchester United sumarið 2012. „Hlutirnir gerðust hratt. Við höfðum áhuga á honum og reyndum að fá hann til að koma til okkar en Juventus var fljótt að semja við hann,“ sagði Wenger árið 2014. Paul Pogba er í dag dýrasti knattspyrnumaður heims eftir að hafa verið keyptur á 89 milljónir punda til Manchester United frá Juventus í sumar.


Mynd: Mynd: Reuters

2.) Yaya Toure

Það eru tæp tólf ár síðan Patrick Vieira kvaddi Arsenal og á þeim tíma sem liðinn er hefur félaginu ekki enn tekist að fylla skarð hans almennilega. Yaya Toure var nálægt því að ganga til liðs við Arsenal árið 2003. Á þeim tíma var Toure leikmaður Beveren í Belgíu og kom hann á reynslu til Arsenal þar sem hann heillaði þjálfarateymið. Vandamál sem tengdust vegabréfi Toure komu í veg fyrir að hann gæti samið við Arsenal og svo fór að hann samdi við Metalurh Donetsk í Úkraínu. Þaðan lá leiðin til Olympiacos, Monaco, Barcelona og loks Manchester City.


3.) Luis Suarez

Arsenal hafði mikinn áhuga á að fá Luis Suarez frá Liverpool sumarið 2013. Forsvarsmenn Arsenal töldu sig hafa virkjað klásúlu í samningi Úrúgvæans þegar þeir buðu 40 milljónir og einu pundi betur í leikmanninn. Liverpool-menn voru síður en svo hrifnir af vinnubrögðum Arsenal og svo fór að lokum að Suarez var seldur til Barcelona þar sem hann skorar og skorar. Liverpool hefði vafalítið samþykkt almennilegt tilboð frá Arsenal í Suarez, hefði Suarez á annað borð viljað fara til félagsins.


Mynd: EPA

4.) Zlatan Ibrahimovic

Saga um að Zlatan hefði hafnað því að koma til reynslu hjá Arsenal, meðan hann var enn leikmaður Malmö í Svíþjóð, á þeim forsendum að hann væri of góður til að fara á reynslu er ekki alveg sannleikanum samkvæm. Arsenal vildi semja við Zlatan á sínum tíma og vildi fá hann á reynslu. En Hasse Borg, yfirmaður knattspyrnumála hjá Malmö, ráðlagði Zlatan að sleppa því að fara á reynslu og kom þeim skilaboðum áleiðis til Wengers að annaðhvort vildi hann leikmanninn eða ekki. Zlatan var að lokum seldur til Ajax í Hollandi og söguna eftir það þekkja flestir.


Mynd: Mynd Reuters

5.) Gianluigi Buffon

Buffon er langbesti markvörður sinnar kynslóðar og líklega einn besti markvörður knattspyrnusögunnar. Þegar Buffon var enn leikmaður Parma snæddi hann kvöldverð með Wenger sem hafði mikinn áhuga á að fá hann í sínar raðir. Þetta var á þeim tíma þegar David Seaman stóð enn milli stanganna hjá liðinu og var Wenger í leit að arftaka hans. En Wenger var of seinn því Juventus keypti Buffon árið 2001 og gerði hann um leið að dýrasta markmanni sögunnar – sem er met sem stendur enn. Það reyndust kostakjör enda er Buffon enn í fullu fjöri hjá Juventus, sextán árum síðar.


Mynd: Mynd AFP

## 6.) Joe Hart

Joe Hart er ekki jafn góður og Buffon en þó býsna öflugur. Hart vakti athygli Wengers þegar hann lék sem lánsmaður hjá Birmingham árið 2009 og hreifst Wenger af töktum hans í markinu. Hart átti síðar eftir að verða markmaður númer eitt hjá Englandi. Ljóst er að City hefði selt Hart á þessum tíma hefði nógu gott tilboð borist. En aldrei kom tilboðið frá Arsenal og þess í stað notaði Wenger ýmsa misgóða markmenn þar til Petr Cech kom sumarið 2016.


Mynd: EPA

7.) Dimitri Payet

Payet breyttist úr hetju í skúrk hjá stuðningsmönnum West Ham í janúar þegar hann vildi yfirgefa félagið. Arsene Wenger viðurkenndi ekki alls fyrir löngu að Arsenal hefði margoft skoðað Payet meðan hann lék í franska boltanum. Wenger hreifst af hæfileikum hans og það ekki að ástæðulausu. Mögulega gerði Wenger vel í að kaupa ekki Payet miðað við framkomu hans í garð West Ham í janúar.


Mynd: Reuters

8.) Cristiano Ronaldo

Wenger hefur látið hafa eftir sér að hans mesta eftirsjá sé að hafa ekki náð að klófesta Cristiano Ronaldo þegar hann var enn leikmaður Sporting í Portúgal. Ronaldo var boðið í heimsókn til Arsenal. „Ég sýndi honum svæðið og gaf honum treyju sem var með nafninu hans aftan á,“ sagði Wenger árið 2008. „En þegar á hólminn var komið var þetta spurning um kaupverð.“ Ronaldo samdi við Manchester United árið 2003 og varð dýrasti leikmaður heims árið 2009 þegar Real Madrid keypti hann. Ronaldo er að flestra mati í hópi bestu knattspyrnumanna sögunnar.


Mynd: Reuters

9.) Lionel Messi

Arsenal hefur gert vel í að klófesta unga og efnilega leikmenn. Cesc Fabregas er gott dæmi um slíkan leikmann en hann var ungur þegar hann yfirgaf Barcelona og samdi við Arsenal. Litlu munaði að tveir leikmenn til viðbótar fylgdu Fabregas; Gerard Pique og Lionel Messi. Marca greindi frá þessu á sínum tíma og síðar sagði Guilem Balague, íþróttafréttamaður Sky Sports á Spáni, að Messi hefði ákveðið að vera um kyrrt í Barcelona þar sem Arsenal sýndi lítinn vilja við að finna íbúð fyrir fjölskyldu hans í London.


Mynd: Mynd AFP

10.) Didier Drogba

Drogba skoraði eiginlega alltaf gegn Arsenal þegar hann spilaði með Chelsea. Fimmtán mörk í sextán leikjum segja allt sem segja þarf í þeim efnum. En Wenger vissi af Drogba þegar hann var enn leikmaður Le Mans í næstefstu deild Frakklands. Á þeim tíma var Drogba ekki sú stjarna sem hann átti eftir að verða og skoraði tiltölulega lítið. En hlutirnir eru fljótir að breytast. Árið 2002 lá leiðin til Guingamp, 2003 til Marseille og 2004 til Chelsea. „Ég vissi að hann væri góður leikmaður en ég missti af honum,“ sagði Wenger á sínum tíma. Drogba skoraði 157 mörk í 341 leik fyrir Chelsea.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

PSG franskur meistari eftir tap Monaco

PSG franskur meistari eftir tap Monaco
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Besta deildin: Breiðablik vann í Vesturbænum – Fimm mörk í seinni hálfleik

Besta deildin: Breiðablik vann í Vesturbænum – Fimm mörk í seinni hálfleik
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Manchester City í engum vandræðum

England: Manchester City í engum vandræðum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu skelfileg mistök Raya gegn Tottenham

Sjáðu skelfileg mistök Raya gegn Tottenham
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“