fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Fatlaður níu ára strákur sárþjáður eftir ljótt atvik á Anfield í gær

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 15. apríl 2019 11:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool er komið á toppinn í ensku úrvalsdeildinni á ný eftir leik við Chelsea í gær.

Manchester City tók toppsætið fyrr í gær með sigri á Crystal Palace en Liverpool fékk Chelsea svo í heimsókn á Anfield. Það var boðið upp á nokkuð fjörugan leik í Liverpool en heimamenn höfðu betur með tveimur mörkum gegn engu.

Fyrra markið skoraði Sadio Mane snemma í seinni hálfleik með skalla eftir fyrirgjöf Jordan Henderson. Stuttu síðar var staðan orðin 2-0 en Mohamed Salah bætti þá við öðru marki með frábæru skoti fyrir utan teig.

Á meðan leik stóð átti sér stað atvik í stúkunni, stuðningsmaður Liverpool kastaði þá reyksprengju að stuðningsmönnum Chelsea.

Fremstur í röðum þeirra var níu ára, fatlaður strákur. Sá þurfti hjálp lækna og fagfólks vegna öndunarerfiðleika. Hann andaði miklum reyk að sér og átti afar erfitt með öndun vegna þess.

Hann var fluttur í sjúkraherbergi á Anfield þar sem hann fékk aðstoð, sett var gríma á andlit Donte Patterson-Stanley. Þannig voru önundarvegir hans opnaðir aftur.

Ekkert hefur komið fram um hvort Liverpool eða lögreglan muni skoða málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Vondar fréttir fyrir Liverpool

Vondar fréttir fyrir Liverpool
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sérfræðingar opinbera vísindin á bak við þessa venju Ronaldo – Hefur þú tekið eftir henni?

Sérfræðingar opinbera vísindin á bak við þessa venju Ronaldo – Hefur þú tekið eftir henni?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Beckham opinberar hvað honum finnst um Ruben Amorim

Beckham opinberar hvað honum finnst um Ruben Amorim
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bruno Fernandes tók fram úr goðsögn í gær – Metið verður þó seint bætt

Bruno Fernandes tók fram úr goðsögn í gær – Metið verður þó seint bætt
433Sport
Í gær

Varð vitni að því þegar stjarna United var tekin til bæna af eigin stuðningsmönnum – „Gerði andskotann ekki neitt“

Varð vitni að því þegar stjarna United var tekin til bæna af eigin stuðningsmönnum – „Gerði andskotann ekki neitt“
433Sport
Í gær

Dóri Árna heilt yfir sáttur við árin sex – „Hafi ríkt mikið traust á milli frá fyrsta degi til þess síðasta“

Dóri Árna heilt yfir sáttur við árin sex – „Hafi ríkt mikið traust á milli frá fyrsta degi til þess síðasta“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýr Old Trafford fremstur á meðal jafninga í umsókn Bretlands og Írlands til að halda HM

Nýr Old Trafford fremstur á meðal jafninga í umsókn Bretlands og Írlands til að halda HM
433Sport
Fyrir 2 dögum

United í rassíu gegn bröskurum með miða – Hafa lokað á 22 þúsund miða á þessu tímabili

United í rassíu gegn bröskurum með miða – Hafa lokað á 22 þúsund miða á þessu tímabili