Lið Burnley er nánast búið að gulltryggja sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni eftir leik við Cardiff í dag.
Jóhann Berg Guðmundsson kom ekki við sögu hjá Burnley sem vann 2-0 heimasigur á Cardiff sem situr enn í botnsæti.
Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Cardiff sem er nú enn fimm stigum frá öruggu sæti.
Gylfi Þór Sigurðsson lék 76 mínútur með Everton sem tapaði nokkuð óvænt gegn Fulham sem er á leið niður um deild.
Þeir Tom Cairney og Ryan Babel sáu um að tryggja Fulham sjaldgæfan 2-0 heimasigur.
Bournemouth valtaði svo yfir Brighton og vann 5-0 sigur og Southampton lagði Wolves 3-1 á heimavelli.
Burnley 2-0 Cardiff
1-0 Chris Wood(31′)
2-0 Chris Wood(92′)
Fulham 2-0 Everton
1-0 Tom Cairney(46′)
2-0 Ryan Babel(69′)
Brighton 0-5 Bournemouth
0-1 Dan Gosling(33′)
0-2 Ryan Fraser(55′)
0-3 David Brooks(73′)
0-4 Callum Wilson(81′)
0-5 Junior Stanislas(92′)
Southampton 3-1 Wolves
1-0 Nathan Redmond(2′)
1-1 Willy Boly(28′)
2-1 Nathan Redmond(30′)
3-1 Shane Long(71′)