Samuel Eto’o, fyrrum leikmaður Barcelona, hafði alltaf bullandi trú á eigin hæfileikum í knattspyrnu.
Eto’o er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Barcelona þar sem hann raðaði inn mörkum í frábæru liði.
Lionel Messi var á meðal þeirra sem spiluðu undir stjórn Pep Guardiola hjá Barcelona og var hluti af sama liði og Eto’o.
Eto’o segir að Guardiola hafi snemma þurft að átta sig á því að hann væri stjarna liðsins en ekki Messi.
,,Pep hafði allt sitt líf verið búsettur í Barcelona en þessi ár sem ég var þarna þá skildi hann ekki leikmannahópinn. Hann lifði sig ekki inn í okkar lífstíl,“ sagði Eto’o.
,,Ég sagði við Guardiola að hann þyrfti að biðja mig afsökunar því að það væri ég sem myndi vinna hluti fyrir Barcelona, ekki Messi.“
,,Þannig var staðan á þessum tíma. Svo kom Messi inn seinna en þið getið spurt Andres Iniesta, Xavi og aðra, þetta var minn tími.“
,,Það var ég sem sá til þess að Barcelona myndi vinna og Pep bað mig afsökunar.“