Við rákumst á gríðarlega fallegt myndband í gær sem var tekið á Emirates vellinum, heimavelli Arsenal.
Þar var ungur stuðningsmaður Arsenal mættur en hann ber nafnið Mikey og elskar sitt félag.
Mikey greindist með sjaldgæfan augnsjúkdóm er hann var yngri sem varð til þess að hann missti sjónina.
Mikey fékk að hitta sinn uppáhalds leikmann á dögunum sem er Mesut Özil, miðjumaður Arsenal.
Özil tók vel á móti stráknum unga sem fékk að snerta andlit Þjóðverjans til að kynnast honum aðeins betur.
Virkilega fallegt myndband sem má sjá hér.
Mesut Ozil meeting young fan Mikey, who lost his eyesight due to a rare eye disease.
This is beautiful. ❤️ pic.twitter.com/T3XolKYATM
— The Sun – Arsenal (@SunArsenal) 12 April 2019