fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fókus

Jón Ásgeir ósáttur út í hið opinbera: „Það er erfitt að vita aldrei hvernig morgundagurinn verður“

Tómas Valgeirsson
Laugardaginn 6. apríl 2019 19:30

Jón Ásgeir Jóhannesson er stjórnarformaður Skeljungs

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Ásgeir Jóhannesson, einn umtalaðasti maður síðari ára, mætti sem gestur í útvarpsþáttinn Bakaríið á Bylgjunni í morgun undir stjórn þeirra Einars Bárðarsonar og Svavars Örns Svavarssonar. Þangað mætti kaupsýslumaðurinn til að ræða afmæli verslanna Bónus, en fyrsta Bónusbúðin opnaði í Skútuvogi, þennan dag, fyir þrjátíu árum. Jón Ásgeir rifjar upp þetta merka upphaf ævintýris og segir að opnunin hafi alls ekki gengið hispurlaust fyrir sig.

„Við vorum fyrsta verslunin á Íslandi sem var með strikamerki,“ segir viðskiptajöfurinn. „Þegar við opnuðum höfðum við lítinn tíma til að prófa okkur áfram með þessari nýju tækni. Svo í ljós kom að strikamerkin voru ekki inni í kerfinu þegar við opnuðum. Síðan náðum við tökum á tækninni vikunni á eftir og hefur allt gengið vel síðan.“

Að sögn Jóns Ásgeirs upplifði hann í kjölfar þessarar opnunnar mikla fjandsemi frá samkeppnisaðilum og voru margir sem vildu ekki fá hann í verslun sína. Jón segist hafa verið duglegur að skoða verð hjá samkeppnisaðilum til að bera saman við sín eigin, en það var þó hægara sagt en gert. „Maður gat auðvitað ekki skrifað neitt niður, þannig að ég varð að leggja þetta allt á minnið,“ segir hann hress.

Uppskeran engin miðað við offorsið

Aðspurður hvort hann færi aftur í verslunargeirann ef hann væri með hreinan skjöld, svarar hann að það væri ábyggilegt. Jón Ásgeir segir rólegt vera á sinni könnu á næstunni og hlakkar hann til að huga að sumafríi án þess að vera undir rannsókn eða í miðri kæru. „Maður hefur alltaf þurft að plana eftir því hvernig sérstakur saksóknari ætlar að stýra sínum málum,“ segir hann.

Jón Ásgeir fer yfir sögur málsókna og lögreglurannsókna gegn sér undanfarin 16 ár. Jón var tvisvar sýknaður af öllum ákæruatriðum fyrir fjölskipuðum héraðsdómi líkt og segir í greininni og málið fór auk þess fyrir Hæstarétt og nú síðast fyrir Landsdóm þar sem Jón Ásgeir var sýknaður í fjórða skiptið. Málið tók sex ár í réttarkerfinu. „Í heildina voru 140 ákæruliðir og við höfum aldrei tapað,“ segir hann. „Það er eitthvað eitt mál sem varðaði tilkynningu á hlutabréfamarkaði. En miðað við offorsið, þá var uppskeran engin. “

Jón Ásgeir telur að hann hafi orðið að þola þungar raunir af hálfu opinberra aðila að ósekju og vonast til íslensk stjórnvöld dragi lærdóm af þessum málarekstri öllum. Þá segist hann sýna meðlimum hljómsveitarinnar Sigur Rós mikla samúð í málaferli þeirra og segir svona mál aldrei vera auðveld. Segir hann að sé mikilvægt að svona lagað gangi hratt fyrir sig, upp á geðheilsu viðkomandi að gera.

„Ég er ekki maður sem horfir mikið í baksýnisspegilinn en ég ætla að setja það sem markmið að þetta gerist aldrei aftur,“ segir Jón. „Það er erfitt að vera í rannsókn og vita aldrei hvernig morgundagurinn verður.“

Sjá einnig: Jón Ásgeir vill krónuna burt: „Hún flækir fyrir okkur og er óvinur heimilanna“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Bilað stuð um Versló og ekkert drama á Spáni

Vikan á Instagram – Bilað stuð um Versló og ekkert drama á Spáni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frá heimsmeti til hamfara: Saga hins tvítuga Youssef sem skemmtir stríðshrjáðum börnum á Gaza

Frá heimsmeti til hamfara: Saga hins tvítuga Youssef sem skemmtir stríðshrjáðum börnum á Gaza