

Stuðningur við ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar mælist aðeins 32,6 prósent samkvæmt nýrri könnun MMR sem gerð var dagana 1. til 5. febrúar. Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar um 2,6 prósentustig milli kannana.
Í mælingu á fylgi einstakra stjórnmálaflokka ber hæst að Vinstrihreyfingin – grænt framboð mælist stærsti flokkur landsins með 27% fylgi, sem er aukning um 3,8% milli kannana. Sjálfstæðisflokkurinn er næststærstur með 23,8% fylgi en það dregst saman um tæpt prósent milli kannana. Fylgi Pírata stendur í stað í 13,6%.
Fylgi Framsóknarflokksins lækkar úr 12,5% í 9,7%. Samfylking fer úr 7,8 í 7 prósent og þá heldur fylgi Viðreisnar áfram að dala og er flokkurinn með 5,6% á meðan Björt framtíð bætir heldur við sig og fer úr 5,3% í 7%.