fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Baldvin þoldi ekki að Már væri kumpánlegur við föður hans: „Orðalag mitt var ekki sæmandi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 27. mars 2019 17:16

Baldvin Þorsteinsson. Samherjafeðgarnir keyptu heila hæð í Skuggahverfinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baldvin Þorsteinsson, stjórnarformaður Eimskips og sonur Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra Samherja, hefur sent bréf til starfsmanna Samherja þar sem hann biðst afsökunar á framkomu sinni í morgun í Alþingishúsinu jafnframt því sem hann útskýrir atvikið. Eins og við sögðum frá veittist Baldvin að Má Guðmundssyni seðlabankastjóra eftir opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þar sem farið var yfir aðgerðir Seðlabankans gegn Samherja varðandi gjaldeyriseftirlit. Framganga Seðlabankans í málinu hefur verið gagnrýnd en Samherji mátti þola húsleitir starfsmanna gjaldeyriseftirlits bankans og stórkarlalegar yfirlýsingar seðlabankastjóra í fjölmiðlum um lögbrot fyrirtækisins en ekkert hefur komið út úr þessu og Samherji verður ekki ákærður fyrir brot á gjaldeyrislögum. Þegar Már ætlaði að heilsa Þorsteini Má eftir fundinn sagði Baldvin honum að sýna sómakennd og drulla sér burtu. Stuggaði hann við seðlabankastjóranum en Kolbeinn Óttarsson Proppé greip inn í og stöðvaði samskipti mannanna.

Morgunblaðið hefur bréf Baldvins til starfsfólks Samherja undir höndum en í því segir meðal annars:

„Í morg­un komst ég óheppi­lega að orði við seðlabanka­stjóra í hita leiks­ins í húsa­kynn­um Alþing­is. Orðaval mitt var ekki sæm­andi og hefði ég gjarn­an kosið að hafa valið kurt­eis­legri orð.“

„Þegar við héld­um að loks væri runn­in upp sú stund að af­sök­un­ar­beiðni kæmi frá seðlabank­an­um var enn haldið áfram að rétt­læta aðfar­irn­ar. Við þær aðstæður fannst mér óviðeig­andi að seðlabanka­stjóri nálgaðist föður minn kump­án­lega og bað ég banka­stjór­ann um að láta það ógert. Orðalagið við það til­efni gekk of langt. Mér þykir það leitt og vona að Alþingi og þið liðsfé­lag­ar mín­ir virðið mér þetta til vorkunn­ar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kærði ákvörðun um að fá ekki ökuréttindi aftur eftir að hafa verið sviptur ævilangt fyrir áratug

Kærði ákvörðun um að fá ekki ökuréttindi aftur eftir að hafa verið sviptur ævilangt fyrir áratug
Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt