fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Fréttir

Hver eru réttindi þín ef WOW air fer í þrot?

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. mars 2019 13:38

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugfarþegar, sem keypt hafa miða með WOW air, eða eru stadddir erlendis og eiga eftir að koma heim aftur, búa við misjafna réttarstöðu, komi til gjaldþrots félagsins.

Þeir sem hafa keypt svokallaðar alferðir af ferðaskrifstofum standa best að vígi, því þær eru skyldugar til að kaupa tryggingar til að geta endurgreitt þeim sem keypt hafa miða í ferð sem ekki er farin. Margir kaupa hins vegar farmiða beint af WOW í gegnum heimasíðu félagsins eða með öðrum leiðum og nota greiðslukort.

Sé ferð ekki hafin og hafi verið greidd með greiðslukorti geta farþegar haft samband við greiðslukortafyrirtæki sitt  og óskað eftir endurgreiðslu komi til gjaldþrots. Þá geta farþegar líka lýst kröfu í þrotabúið vegna kostnaðar sem gjaldþrot hefur í för með sér.

Flugfélög ábyrgjast ekki að farþegar sem staddir eru erlendis við gjaldþrot komist heim til sína aftur sér að kostnaðarlausu. Hér er farþegum aftur bent á að hafa samband við greiðslukostafyrirtæki sín, en rétt er að benda á að oft leitast stjórnvöld viðkomandi ríkja og önnur flugfélög að liðka fyrir í svona tilvikum.

Samgöngustofa hefur birt upplýsingar varðandi réttarstöðu farþegar við gjaldþrot flugfélags er svarað og er þeim sem keypt hafa miða bent á að fara inn á www.samgongustofa.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt