fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433

Erfitt að lesa í það hvort allir leikmenn séu klárir: ,,Þurfum að bíða og sjá“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 20. mars 2019 10:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Peralada á Spáni:

Það var erfitt að lesa í Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfara Íslands þegar hann ræddi við fréttamenn fyrir æfingu liðsins í dag. Freyr var spurður um ástand leikmanna.

Ljóst er á svörum Freys að spurningarmerki eru á einhverjum lykilmönnum fyrir leikinn gegn Andorra á föstudag.

,,Það eru allir klárir, það eru nokkrir leikmenn búnir að vera kljást við kálfameiðsla. Þeir eru að æfa, við erum vongóðir um að allir geti tekið þátt í leiknum á föstudag,“ sagði Freyr fyrst um sinn.

,,Það er auðvitað dagamunur á þeim, eins og staðan er í dag þá myndi ég segja að allir verði klárir. Við þurfum að bíða og sjá.“

Freyr segir að þrír leikmenn sem hafa glímt við meiðsli séu að æfa öðruvísi en aðrir, hverjir það eru, kom ekki fram.

,,Það er eins og oft í landsliðsverkefnum, mismunandi álagsstig á mönnum. Það hafa ekki allir tekið eins, þetta eru kannski þrír leikmenn sem eru í öðruvísi prógrami.“

,,Það er enginn leikmaður sem þarf að hlífa við gervigrasinu, það mun taka toll fyrir leikmenn.“

Viðtalið við Frey má heyra í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni
433Sport
Í gær

Enn og aftur orðaður við brottför – Hafa harðneitað að hann sé til sölu

Enn og aftur orðaður við brottför – Hafa harðneitað að hann sé til sölu
433Sport
Í gær

England: Sheffield er fallið úr efstu deild – Burnley fékk stig í Manchester

England: Sheffield er fallið úr efstu deild – Burnley fékk stig í Manchester