fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Margrét ósátt: Sakar Stundina um að taka meintan barnaníðing af lífi – Segir þá vera rasista sem hati Gunnar

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 13. mars 2019 10:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Rannsaka þarf ásakanir kvennanna á hendur Séra Gunnari innan kirkjunnar sem mun svo meta hvort þær séu þesslegar að honum verði vísað frá störfum eða málið jafnvel sent til dómsyfirvalda. En fjölmiðlar ganga í þessu máli alltof langt og dæma manninn án sannana og fólk viti sínu fjær í kommentakerfum tekur undir. Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð en ekki þar til DV eða Stundin fjalla um mál þeirra með einsleitum hætti.“ Þannig hefjast skrif eftir einn notanda Stjórnmálaspjallsins á Facebook en því er stýrt af Margréti Friðriksdóttur.

Á Stjórnmálaspjallinu er fjallað um umfjöllun Stundarinnar þar sem greint er frá alvarlegum ásökunum og því að sex konur sem rætt var við segi séra Gunnar Björnsson hafa áreitt sig þegar þær voru á barns – og unglingsaldri. Í grein Stundarinnar segir að atvikin hafi átt sér stað á Ísafirði, Flateyri og Selfossi þegar Gunnar var sóknarprestur og tónlistarkennari. Síðustu brot sem Gunnar er sakaður um eiga að hafa átt sér stað árið 2008. Konurnar voru á aldrinum níu til sextán ára.

Umfjöllun Stundarinnar er afar ítarleg. Þar er rætt við sex konur sem saka Gunnar um að hafa brotið á sér með einum eða öðrum hætti. Gunnar neitar að hafa gert nokkuð rangt eða brotið af sér í samtali við Stundina. Margrét er ósátt við umfjöllun Stundarinnar um Gunnar en hún er eins og áður segir stjórnandi Stjórnmálaspjallsins. Fyrir utan að stýra Stjórnmálaspjallinu þá stefndi Margrét um tíma á að verða oddviti Frelsisflokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum. Hún ákvað síðan að fara fram fyrir Flokk fólksins en ekki varð neitt úr því. Frelsisflokkurinn hafði það á stefnuskrá sinni að leggjast hart gegn innflytjendum og múslimum. Margrét er mikill stuðningsmaður Ísraelsríkis. Hún hefur tjáð sig með mjög ákveðnum, neikvæðum og kraftmiklum hætti um framlag Hatara til undankeppni Eurovision, Hatrið mun sigra, og sagðist ætla að flytjast af landi brott ef lagið yrði valið sem framlag Íslands til Eurovision.

Margrét segir um umfjöllun Stundarinnar:

„Við hverju öðru er að búast við hjá þessum rasistum á Stundinni sem hatast við kristið fólk og kristnina eins og enginn sé morgundagurinn, en það er virkilega ógeðfellt að þessir fasista fjölmiðlar skuli stunda það af fullum krafti að taka fólk af lífi án dóms og laga, hafa þau aldrei heyrt um réttarkerfið eða telja þau sig yfir dómstóla hafnir, dómstóll götunnar?“

DV rifjaði upp þegar tvær kórstúlkur kærðu séra Gunnar á Selfossi fyrir kynferðislega áreitni þegar þær voru sautján og átján ára gamlar. Málið endaði fyrir dómstólum og var Gunnar sýknaður jafn vel þó að dómarar teldu sannað að hann hefði strokið, kysst og faðmað þær.

Lögreglan rannsakaði málin sem blygðunarsemisbrot, kynferðisbrot sem getur legið allt að fjögurra ára fangelsisvist við, og síðla árs var málið komið fyrir Héraðsdóm Suðurlands. Var séra Gunnar sakaður um að hafa strokið einni stúlkunni utanklæða, upp og niður mjóbakið, á skrifstofu sinni, og sagt við hana að honum liði illa og ef hann faðmaði hana þá myndu illir straumar hverfa úr líkama hans. Hin sagði hann hafa kysst hana á kinnina og reynt að kyssa hana á munninn. Einnig að hann hafi sagst vera skotinn í henni og að hún væri falleg. Hún sagði fyrir dómi:

„Hann strauk varirnar, náði samt ekkert að kyssa mig alveg af því að ég færði mig svona frá, svo kyssti hann mig nokkrum sinnum á hina kinnina.“

Sagði hún séra Gunnar hafa sýnt henni mikla athygli, boðið henni far, kvatt hana lengi og faðmað. Þessu hafi fylgt snertingar við brjóst og rass.

Séra Gunnar viðurkenndi fyrir dómi að hafa kysst og faðmað en taldi það ekkert kynferðislegt. Hann neitaði hins vegar að hafa sagt annarri stúlkunni að hann væri skotinn í henni.

Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að gjörðir séra Gunnars brytu ekki í bága við lög og var hann því sýknaður í desember árið 2008. Þá niðurstöðu staðfesti Hæstiréttur í mars ári seinna.

Þá var það harðlega gagnrýnt að þrátt fyrir að Gunnar væri í leyfi vegna málsins hélt hann áfram að sinna prestsstörfum, jarðaði, skírði og gaf saman fólk. Forsvarsmenn Biskupsstofu og Guðbjörg Jóhannesdóttir, settur sóknarprestur, sendu honum bréf þess efnis að hann skyldi hætta að sinna þessum verkum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik