fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Fréttir

Sigríður ætlar ekki að segja af sér: „Ég mun ekki gera það“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. mars 2019 12:59

Sigríður Á. Andersen,

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra ætlar ekki að segja af sér embætti eftir dóm Mannréttindadómstólsins í Landsréttarmálinu í morgun. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í morgun að dómaraskipan Sigríðar hafi brotið gegn sjöttu grein mannréttindasáttmálans, eða réttinum til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi.

„Ég mun ekki gera það. Ég hef ekki ástæðu til þess,“ sagði Sigríður við RÚV þegar hún var spurð hvort hún ætlaði að segja af sér eftir niðurstöðu Mannréttindadómstólsins.

Eins og greint var frá í morgun hefur Landsréttur ákveðið að fresta málum út vikuna en þrátt fyrir það segir Sigríður að starfsemi réttarins sé ekki í uppnámi. Segir hún sjálfsagt að Landsréttur skoði dóminn sjálfstætt. Þá hefur RÚV eftir henni að álit hennar sé að dómur Mannréttindadómstólsins hafi ekki áhrif á stöðu dómaranna. Þeir geti starfað áfram við réttinn.

Dómurinn var ekki einróma en tveir dómarar skiluðu sameiginlegu séráliti. Í niðurlagi dóms meirihlutans er skotið föstum skotum á Sigríði og Alþingi og mannréttindabrotið sagt svívirðilegt.

„Í ljósi allra þessa þátta getur dómstóllinn ekki annað en ályktað að ferlið þar sem A.E var skipuð dómari Landsréttar, með tilliti til eðli þeirra brota á málsmeðferðarreglum sem Hæstiréttur Íslands hefur staðfest, hafi falið í sér svívirðilegt brot á viðeigandi reglum þess tíma.“[þýð/blaðamaður]

Mannréttindadómstóllinn taldi að dómaraskipanin hefði verið til þess fallin að rýra traust almennings á dómstólum. Alþingi hefði sett tilteknar reglur um skipan dómara, sem dómsmálaráðherra hefði virt að vettugi og Alþingi hefði sjálft brugðist því að fylgja þeim eftir og þar með brugðist að tryggja jafnvægi milli framkvæmdar- og löggjafarvaldsins.  Með því að skipta fjórum umsækjendum af lista út fyrir fjóra sem metnir höfðu verið minna hæfir segir Mannréttindadómstóllinn að Sigríður Á. Andersen hafi með öllu sniðgengið gildandi lög, og  þar með varð skipunarferlið sjálft í andstöðu við grundvallarreglu réttarríkisins  að dómstólar skulu skipaðir með lögum.

RÚV hefur eftir Sigríði að dómurinn hafi komið henni á óvart, sem og sérfræðingum sem starfað hafa fyrir dómsmálaráðuneytið. Áréttar hún að íslenskir dómstólar hafi komist að þeirri niðurstöðu að dómararnir hafi verið löglega skipaðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Níu gistu fangageymslur í nótt

Níu gistu fangageymslur í nótt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fyrrum starfsmaður Trump varar hann eindregið við

Fyrrum starfsmaður Trump varar hann eindregið við