fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Fréttir

Logi gagnrýnir framkomu lögreglunnar í dag – Sverrir: „Hann fékk hnefahögg í brjóstkassann og piparúða í andlitið“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 11. mars 2019 23:29

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framkoma lögreglunnar gegn fámennum hópi mótmælenda á Austurvelli í dag hefur verið nokkuð gagnrýnd. Kom til handalögmála milli lögreglu og mótmælenda og beitti lögreglan piparúða auk þess sem tveir mótmælendur voru handteknir. Í mótmælunum var krafist umbóta fyrir hælisleitendur og tóku hælisleitendur og íslenskt stuðningsfólk þeirra þátt í þeim. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarnnar, skrifar um málið á Facebook:

Í dag varð ég vitni að óvenju harkalegum viðbrögðum lögreglu, gagnvart hóp í afar veikri stöðu, sem hugðist tjalda á Austurvelli og vekja athygli á málstað sínum. Ég minnist ekki að tiltölulega fámennum mótmælum hafi áður verið mætt með slíkum aðgerðum. Ég sá a.m.k. ekkert sem gaf tilefni til slíks. Þetta bætist við sífelldar þrengingar reglugerða dómsmálaráðherra í málefnum hælisleitenda og flóttamanna og boðað frumvarps hennar um sömu hópa, sem eru mikil afturför. Er nema von að maður spyrji á hvað leið stjórnvöld eru og hvort hún sé farin með samþykki VG?

Sverrir Agnarsson, fyrrverandi formaður Félags múslima á Íslandi, segir að sonur sinn hafi fengið óblíða meðferð hjá lögreglu og hafi hann þó ekki verið að mótmæla. Sverrir birtir mynd af nokkrum lögreglumönnum frá vettvangi í dag og skrifar:

Andstæðingur lögreglunnar á myndinni var sonur minn Ómar – EKKI að mótmæla, EKKI að tjalda og EKKI með pappa heldur myndavél. Hann fékk hnefahögg í brjóstkassann og piparúða í andlitið. Það þarf ekki að taka afstöðu til mótmælanna til að draga í efa að svona óstöðugir gæjar séu í rétta jobbinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?
Fréttir
Í gær

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“