fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Fréttir

Áheyrendaprufan sem breytti lífi Jennifer Lopez: Þú verður að sjá myndbandið

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 11. mars 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Löngu áður en Jennifer Lopez var dómari á vinsælu þáttunum World of Dance var hún að reyna að gera fyrir sér sem dansari.

J. Lo byrjaði að æfa dans og söng þegar hún var fimm ára. Þegar hún var átján ára vann hún á lögmannsstofu til að borga reikningana svo hún gæti tekið að sér dansverkefni á kvöldin.

Allt stritið greinilega borgaði sig og þó það hafi ekki verið auðvelt segist J. Lo hafa elskað það.

„Ég man eftir að hafa fengið mér aðeins eina sneið af pítsu á hverjum degi þegar ég var dansari. Þannig lifði ég. Ég gerði það í nokkur ár áður en ég nældi mér í fyrsta stóra verkefnið mitt. Ég myndi ekki breyta þessu. Fyrir mig að komast úr þessu striti var draumur sem rættist,“ sagði Jennifer við Daily Mail 2017.

„Ég hef alltaf álitið mig sem dansara fyrst og söngvara síðan. Ég varð söngkona og leikkona eftir dansinn. Þetta er hluti af mér.“

Eftir að hafa æft dans í 16 ár fékk Jennifer loksins stór tækifæri. Hún fór í áheyrnarpróf til að vera „Fly Girl“ í gamanþættinum In Living Color á Fox.

Jennifer fékk að sjálfsögðu verkefnið og var í In Living Color í tvö ár áður en hún var dansari fyrir Janet Jackson. Í kjölfarið fór hún að leika og syngja, þið þekkið svo framhaldið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sema Erla var vistuð á Stuðlum – „Þetta voru stormasöm ár, ég var ekki stilltur unglingur“

Sema Erla var vistuð á Stuðlum – „Þetta voru stormasöm ár, ég var ekki stilltur unglingur“
Fréttir
Í gær

Hanna Katrín lýsir leiðinlegri upplifun fjölskyldu úr Grafarvogi á Snæfellsnesi

Hanna Katrín lýsir leiðinlegri upplifun fjölskyldu úr Grafarvogi á Snæfellsnesi