Gífurlega sterk austanátt herjar á landsmenn í kvöld og veður verður mjög slæmt víða sunnanlands og suðaustanlands. Vindhraði verður allt að 30 m/sek undir Eyjafjöllun, í Vestmannaeyjum og í Öræfasveit. Á höfuðborgarsvæðinu verður skaplegt veður en engu að síður sterk austanátt, allt að 14 m/sek og um 3 stiga hiti. Lítil úrkoma verður inn til landsins frá og með kvöldinu og þurrt í Reykjavík.
Appelsínugul viðvörun Veðurstofunnar gildir fyrir Suðurland, Suðausturland og Miðhálendi. Gul viðvörun er í gildi fyrir Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og Austfirði.
Í athugasemd veðurfræðings Veðurstofunnar segir:
„Athygli er vakin á austan stormi eða roki á SA-verðu landinu síðdegis til fyrramáls og má jafnvel búast við um 30 m/s í meðalvindi undir Eyjafjöllum, í Vestmanneyjum og í Öræfasveit. Full ástæða er til að fylgjast vel með þróun spáa og viðvörunum sem eru í gildi.“
Veðurhorfur næsta sólarhring skv. Veðurstofu:
„Vaxandi austlæg átt og slydda eða snjókoma S-lands, en síðar rigning. Dálítil él A-ast, en annars yfirleitt þurrt. Austan og síðan norðaustan hvassviðri á sunnanverðu landinu síðdegis en 23-30 m/s undir Eyjafjöllum og einnig á Suðausturlandi í kvöld og nótt.
Lengst af hægari vindur fyrir norðan, en austan og norðaustan 15-23 þar í nótt og snjókoma.
Dregur smám saman úr vindi á morgun.
Snjókoma norðanlands, slydda með A-ströndinni og léttir til um landið SV-vert. Mun hægari vindur annað kvöldHiti 0 til 5 stig S-til, annars víða 0 til 6 stiga frost. Hlýnar heldur norðanlands á morgun.“