Á föstudögum spyrjum við nokkra Íslendinga hvað þeir ætla að gera um helgina. DV fékk Birnu Jódísi, Heiðar Loga, Lindu Ben og Ásdísi Guðný til að deila með okkur helgarplönunum.
Birna Jódís Magnúsdóttir
„Maðurinn minn er að klára fæðingarorlofið sitt svo ég ætla að nýta tímann eins mikið og ég get með honum og dætrum okkar. Sunnudagurinn fer í bollubakstur, en ég ætla að prófa að gera vegan bollur í fyrsta skiptið. Ef mér gefst tími ætla ég líka að vinna í litlu vefversluninni minni sem opnar fljótlega.“
https://www.instagram.com/p/Brw9P8zA-wx/
Heiðar Logi Elíasson
„Planið var að fara út á land að taka upp sörf myndband fyrir Redbull ef öldurnar yrðu nógu og góðar. Eins og staðan er núna sýnist mér ekki nógu góður vindur alla helgina. Plan B hjá mér er þá að fara út á bátinn eða á Þingvelli í fríköfun. Ætla að reyna að bæta dýptar- og lendarmetið mitt í köldu vatni.“
https://www.instagram.com/p/BqvD2v-Ax1k/
Linda Benediktsdóttir
„Planið hjá okkur um helgina er að vinna í húsinu okkar sem við erum að byggja, svo förum við mögulega á Lego Movie 2 með strákinn okkar.“
https://www.instagram.com/p/BtrE2TsgFcp/
Ásdís Guðný Pétursdóttir
„Ég ætla að vinna podcast þátt vikunnar og byrja á rannsóknar ritgerðinni minni.“
https://www.instagram.com/p/Bs2l4tAAY8J/