fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Pressan

Blásýru stolið í Noregi – Dugir til að drepa 125 manns

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. febrúar 2019 08:03

Blásýran er í umbúðum eins og þessum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðvikudag í síðustu viku var sendiferðabíl stolið í Lørenskog í Noregi. Það er eitt og sér ekki í frásögur færandi en það sem gerir málið frásagnarvert er að í bílnum voru 25 grömm af blásýru. Blásýra er baneitruð og dugir þetta magn til að drepa 125 manns. Efnið átti að fara til Oslóarháskóla þar sem nota átti það við rannsóknir.

Blásýran er frá Sigma-Aldrich sem er í eigu lyfjafyrirtækisins Merck. Málið er litið mjög alvarlegum augum og lögreglan hefur lagt mikla vinnu í að reyna að hafa uppi á sendiferðabílnum en án árangurs.

Það þarf aðeins 0,2 grömm af blásýru til að verða manneskju að bana.

Lögreglan útilokar ekki að bílþjófurinn hafi losað sig við blásýruna og hefur beðið fólk um að vera á varðbergi og tilkynna strax til lögreglunnar ef það telur sig hafa fundið efnið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal
Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á tannburstinn að fara í uppþvottavélina

Þess vegna á tannburstinn að fara í uppþvottavélina