fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433

Warnock ætlar til Argentínu í jarðarförina

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 14. febrúar 2019 21:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neil Warnock, stjóri Cardiff City í ensku úrvalsdeildinni, er á leið til Argentínu og mun fljúga þangað á morgun.

Warnock ætlar að vera viðstaddur í jarðarför Emiliano Sala sem lét lífið í flugslysi í janúar.

Það þekkja flestir söguna af Sala í dag en hann var nýbúinn að skrifa undir samning við einmitt Cardiff.

Hann átti að ganga í raðir félagsins frá Nantes og varð um leið dýrasti leikmaður í sögu félagsins.

Warnock hefur opnað sig um erfiða tíma eftir slysið hræðilega og íhugaði meðal annars að segja af sér eftir fréttirnar.

Hann mun votta virðingu sína í jarðarför Sala sem fer fram á laugardaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Telur pirring ríkja fyrir norðan – „Þetta er ekki að slá ryki í augun á neinum“

Telur pirring ríkja fyrir norðan – „Þetta er ekki að slá ryki í augun á neinum“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hrafnkell ómyrkur í máli og trúði vart því sem hann sá – „Það var bara fáránlegt að horfa upp á þetta“

Hrafnkell ómyrkur í máli og trúði vart því sem hann sá – „Það var bara fáránlegt að horfa upp á þetta“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Verðandi stjóri Liverpool minnir hann á goðsögnina

Verðandi stjóri Liverpool minnir hann á goðsögnina