fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Ólga í Reykjanesbæ: Hælisleitendur áreittu börn í strætó í Reykjanesbæ

„Þessir menn eru ekki að áreita í fyrsta sinn og eru alræmdir“

Kristín Clausen
Föstudaginn 13. janúar 2017 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrir karlmenn áreittu börn í strætisvagni í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Lögreglan var kölluð til en mennirnir eru sakaðir um að hafa reynt að káfa á og kyssa börn í vagninum. Klukkutíma eftir að lögreglan hafði afskipti af mönnunum voru þeir komnir aftur í strætisvagn í bænum þar sem þeir héldu áfram að áreita börn.

Kynferðisleg áreitni

Víkurfréttir greindu frá en mikið var rætt um atvikið í lokuðum Facebook hópum fyrir íbúa Reykjanesbæjar í gærkvöldi. Mikill æsingur einkenndi umræðurnar. Þar voru foreldrar sem eiga börn í Reykjanesbæ og tóku strætó eftir klukkan 15 í gær eru beðin um að ræða sérstaklega við börn sín og grennslan fyrir um hvort þau hafi verið áreitt.

Á Facebook er ítrekað talað um kynferðislega áreitni nokkurra manna. Bílstjóri strætisvagnsins segir að mennirnir séu hælisleitendur frá Albaníu. Í annarri athugasemd í spjalli um atvikið segir að umræddum mönnum hafi verið vísað úr landi og þeir eigi að fara úr landi í dag.

Þá segir einn Facebook notandi:

„Hef þetta staðfest eftir afar áreiðanlegum heimildum. Þessir menn sem eru ekki að áreita í fyrsta sinn eru alræmdir, frá Albaníu og sóttu hér um hæli. Það þarf ekki að tipla á tánum með það. Ég sem foreldri hringdi nokkur símtöl í kvöld og fékk þetta staðfest úr mörgum áttum – traustum heimildum. Hef einnig fengið skilaboð frá fólki sem börn þeirra hafa lent í þessum mönnum, starfsfólki t.d. úr verslun hér í bæ. Því miður þá tipla margir á tánum því þetta eru hælisleitendur! Ekki rugla saman Sýrlenskum fjölskyldum sem flýja stríð og örbirgð. Þetta eru albanskir stakir karlmenn – glæpamenn. Þetta eru staðreyndir. Það koma eflaust meiri upplýsingar á næstu dögum en eftir þau símtöl og samtöl sem ég hef átt í kvöld þá er þetta engin lygi. Þessi mál eru eldfim en það á ekki að þagga þetta. Við eigum ekki að gefa afslætti og vísa fólki burt hið snarasta sem ekkert erindi hefur hérna.“

Fjölmenna í strætó

Í dag, eftir skóla, ætla foreldrar barna í Reykjanesbæ að fjölmenna í strætisvagna til að fylgjast með og vernda börnin sem nýta sér þjónustu vagnanna.

Þegar DV leitaði eftir frekari upplýsingum um málið hjá lögreglunni á Suðurnesjum fékkst staðfest að að atvikið hafi átti sér stað. Þó nokkur símtöl hafa borist lögreglunni í gær og í morgun vegna málsins. Fréttatilkynningar er að vænta fyrir hádegi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

500 fjölskyldur fá matarúttekt frá Krónunni og viðskiptavinum

500 fjölskyldur fá matarúttekt frá Krónunni og viðskiptavinum
Fréttir
Í gær

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur