fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Sævar var gróflega misnotaður af konu og tveimur karlmönnum – Stendur uppi sem sigurvegari – „Átta ára logandi hræddur strákur ríghélt í ermina“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 21:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sævar Þór Jónsson er einn af okkar færustu og þekktustu lögmönnum. Viðtal sem birtist við hann í helgarblaði Morgunblaðsins hefur vakið mikla athygli. Þar opnar Sævar Þór sig um sínar sárustu minningar á einlægan og hetjulegan hátt. Sævar velti fyrir sér í heilt ár hvort hann ætti að fara í blaðaviðtal til að ræða lífsreynslu sína og þá hvort saga hans ætti erindi við þjóðina. Niðurstaða hans var að svo sé. Þá kemur einnig fram í viðtalinu að hann sé að vinna bók um uppgjör sitt við níðingsverkin.

Þá vakti Sævar Þór mikla athygli fyrir pistla á Eyjunni sem og skrif í aðra fjölmiðla. Einnig hefur hann ítrekað sést á skjám landsmanna.

Misnotaður átta ára

Sævar var átta ára gamall þegar ókunnug, vingjarnleg kona varð á vegi hans og bað hann að fylgja sér inn í gamalt vöruhús skammt frá. Þar biðu tveir menn sem hann hafði aldrei séð áður. Mennirnir og konan nauðguðu Sævari og skildu hann eftir úti á götu. Barnæskunni fátækari líkt og segir í viðtali Morgunblaðsins.

Næstu þrjá áratugi sagði Sævar engum frá því sem hafði gerst. Sævar segir:

„Ég hvorki gat né vildi takast á við þetta.“

Sævar bætir við að hann hafi aldrei séð mennina eftir þetta en veit hver konan er.

„Ég sá hana síðast bíða eftir strætó fyrir nokkrum árum. Þekkti hana undir eins. Um mig fór hrollur.“

Sævar eins og svo margir sem byrgja inni kynferðisofbeldi var síðar á stöðugum flótta undan áfallinu og treysti engum. Þá þróaði hann með sér sjálfsskaða sem einnig er algengt hjá þolendum kynferðisofbeldis og kenndi sjálfum sér um og var fullur af skömm og reiði. Viðbrögð sem voru ekki óeðlileg fyrir börn sem ólust upp á þessum tíma. Hann var alltaf á varðbergi.

Skref í átt til bata

Áfallið elti Sævar, gegnum barnæskuna, unglingsár og fram á fullorðinsár. Sævar segir:

„Þegar maður fullorðnast myndast skel eða hjúpur utan um áfall eins og það sem ég varð fyrir. Við getum líkt þessu við að vera með gamlan ryðgaðan bíl í garðinum sem enginn hefur rænu á að draga í burtu.“

Fyrir tveimur árum tók Sævar stórt skref í átt að bata enn þá skrifaði hann foreldrum sínum bréf þar sem hann treysti sér ekki til að ræða ofbeldið augliti til auglitis. Þá tók við að vinna úr skömminni.

 „Mér leið eins og ég væri skemmdur og fólk myndi finna á mér snöggan blett og jafnvel ekkitreysta mér lengur kæmist það að þessu. Sérstaklega eftir að ég byrjaði í lögmennskunni og fólk fór að stóla á mig. Svona voru ranghugmyndirnar miklar.“

Fyrirgaf ofbeldismönnum

Sævar segir að sú mikla sjálfsskoðun og uppgjör við fortíðina hafi orðið til þess að Sævar tók þá ákvörðun að hætta að drekka árið 2017. Hjálpaði það honum að ná jafnvegi fyrr en ella. En að takast á við fortíðina og gera hana upp hafi gjörbreytt lífi hans. Þá segir Sævar að honum hafi tekist að fyrirgefa gerendunum. Sævar segir að lokum af miklu æðruleysi:

„Gegnum tíðina var alltaf lítill átta ára gamall logandi hræddur strákur við hlið mér – sem ríghélt í ermina á mér. Og ég hafði aldrei burði til að taka utan um hann, hugga hann og segja honum að ekkert væri að óttast. Þess í stað ýtti ég honum bara frá mér.“

Ítarlegt viðtal við Sævar Þór er að finna í Morgunblaðinu sem kom út á sunnudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd