fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Fréttir

Lögreglan á Suðurnesjum varar við mögulegum nauðgunarlyfjum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 14:11

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurnesjum hefur til rannsóknar mál þar sem grunur leikur á að konu hafi verið byrlað nauðgunarlyf áður en brotið var á henni. Hvetur lögreglan fólk til að sýna fyllstu aðgát þar sem líklegt er að efnum sé blandað í drykki á skemmtistöðum. Lögreglan kallar einnig eftir því að starfsfólk á skemmtistöðum hafi vakandi auga með hegðun gesta og kalli til lögreglu ef aðstoðar er þörf. Einnig sé mikilvægt að aðstoða gesti ef grunur leikur  á um lyfjabyrlun. Eftirfarandi er fréttatilkynning lögreglunnar vegna málsins:

Lögreglan á Suðurnesjum hefur til rannsóknar ætlað kynferðisbrot þar sem grunur leikur á að konu hafi verið byrluð ólyfjan á skemmtistað í Reykjanesbæ þannig að hún hafi ekki getað spornað við því að brotið væri gegn henni. Þá hafa lögreglu borist af því spurnir að fleiri konur hafi lent í sömu aðstæðum á skemmtistöðum í umdæminu að undanförnu án þess að kærur hafi borist vegna þeirra tilvika. Lögreglan vill af þessu tilefni vekja athygli á þessu og hvetja fólk til að sýna fyllstu aðgát en telja má víst að efnum sé blandað út í drykki fólks á skemmtistöðum með þessum afleiðingum. Jafnframt beinir lögreglan því til starfsfólks á skemmtistöðum að fylgjast vel með gestum, kalla eftir aðstoð lögreglu og aðstoða gesti eftir atvikum ef einhver grunur er uppi um lyfjabyrlun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eru Bandaríkin að missa þolinmæðina gagnvart Ísrael?

Eru Bandaríkin að missa þolinmæðina gagnvart Ísrael?