fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Sjúkraflutningamenn afar áhyggjufullir vegna of fárra sjúkrabíla

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 8. febrúar 2019 18:03

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útboði nýrra sjúkrabíla hefur verið frestað en engin endurnýjun sjúkrabíla hefur átt sér stað síðan árið 2015. Yfir þessu eru sjúkraflutningamenn afar áhyggjufullir. Þeir telja ástandið mjög alvarlegt. Segja þeir að bilunum á bílunum sem eru til og eru allt of fáir fari fjölgandi og það stofni  öryggi starfsmanna og skjólstæðinga í hættu.

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun vegna málsins:

Kemst hjálpin á staðinn? -útboði nýrra sjúkrabifreiða frestað.

 Mjög alvarlegt ástand er fyrirliggjandi í sjúkraflutningum á Íslandi. Engin endurnýjun sjúkrabifreiða hefur átt sér stað síðan árið 2015 og nú er í þrígang búið að fresta útboði nýrra bifreiða.

Í fyrra fól Velferðarráðuneytið Sjúkratryggingum Íslands að bjóða út með hraði 25 sjúkrabifreiðar til þess að bregðast við bráðavöntun sem upp var komin. Í júlí 2018 var svo auglýst útboð en opnun þess hefur verið frestað vegna þess að ráðuneytið hefur ekki getað tryggt fjármögnun kaupanna. Fyrst um fjóra mánuði frá september til janúar, frá 10. janúar til 13. febrúar og nú til 13. mars. Samkvæmt upplýsingum LSS liggur enn ekki fyrir hvort Velferðarráðuneytið fái fjárheimild svo að hægt sé að standa við opnun útboðsins þann 13. mars. Á meðan deila ríkið og Rauði Krossinn um hvernig skuli haga uppgjöri sjúkrabílasjóðs sín á milli. Málið er í gíslingu og á sama tíma safnast innkoma af sjúkraflutningum og framlög frá ríkinu í sjóðinn. Þetta ástand er að mati LSS algjörlega óviðunandi.

Sjúkrabílaflotinn á landsvísu telur 84 bíla. Samkvæmt viðmiðunartölum um aldur og akstur sjúkrabifreiða þarf að endurnýja yfir helming flotans árið 2019 eða um 47 bifreiðar. Ástandið er fyrir löngu orðið alvarlegt og LSS hefur þungar áhyggjur. Vöntunin heldur áfram að aukast og ástandi flotans hrakar. Dæmum fjölgar um bilanir á þessum mikilvægu flutningstækjum og ljóst er orðið að öryggi starfsmanna og skjólstæðinga er ógnað.

LSS undirstrikar alvarleika málsins, það stefnir í algjört óefni, enda tekur um 10 mánuði frá því gengið er frá samningum á grundvelli útboðsins þar til fyrstu bifreiðar eru afgreiddar.

Ríkið ber ábyrgð á rekstri sjúkraflutninga í landinu. Þetta mál þarf að leysa án tafar.

-Stjórn LSS og fagdeild sjúkraflutningamanna

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina
Fréttir
Í gær

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Í gær

Tveir litlir hreppar ræða sameiningu

Tveir litlir hreppar ræða sameiningu
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”