fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Eyjan

Trúin á búsáhaldabyltinguna lifir – í Frakklandi

Egill Helgason
Fimmtudaginn 7. febrúar 2019 10:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er stórskemmtileg og furðuleg frétt. Gulvestungar franskir mæta í sendiráð Íslands í Frakklandi og vilja fá að læra af okkur hvernig gera eigi byltingu. Það var víst heldur fátt um svör í sendiráðinu – en sendiherrann sjálfur var ekki við.

Ég skrifaði reyndar lítinn pistil um daginn þar sem sagði frá að sumir gulvestunga telja fyrirmynd sína vera búsáhaldabyltinguna á Íslandi. Í því sambandi nefna þeir ýmislegt sem gerðist hérna eftir hrun.

Í raun væri sniðugast að bjóða hingað sendinefnd gulra vesta. Taka vel á móti þeim. Þeir gætu þá kynnst því hvað við Íslendingar búum við frábært bankakerfi, hvernig ný stjórnarskrá, samin af stjórnlagaþingi, hefur breytt mörgum hlutum, hvað hér er mikil ánægja með félagslega kerfið, hvað skattheimta hér er réttlát – já, hvernig andi byltingarinnar lifir nú þegar tíu ár eru liðin frá því allt fór á annan endann á Austurvelli og þáverandi ríkisstjórn féll.

Þeir gætu svo reynt að bera þetta saman við það sem gengur og gerist í Frakklandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Starbucks í samstarf við Fastus

Starbucks í samstarf við Fastus
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arnar ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK

Arnar ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá Brjánslæk til Brussel

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá Brjánslæk til Brussel
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gunnarsson fúll yfir að stjórnarliðar neiti að færa nefndarfund svo hann komist á fund um sjávarútveginn

Jón Gunnarsson fúll yfir að stjórnarliðar neiti að færa nefndarfund svo hann komist á fund um sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Lögregla rúin trausti