fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Fréttir

Lækna-Tómas er búinn að fá nóg: „Okkur var lofað nýjum spítala fyrir 17 árum og getum ekki beðið endalaust“

Það gengur ekki upp að fólk þurfi að liggja á göngum og á kaffistofum spítalans

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 18. desember 2016 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Gangainnlagnir í góðæri – meinsemd sem gengur ekki upp.“ Þannig er fyrirsögnin á pistli sem Tómas Guðbjartsson skurðlæknir, einnig þekktur sem Lækna-Tómas, birti á Facebook síðu sinni í dag.

„Það er skrítin tilfinning að standa erilsama helgarvaktina á Landspítala og ganga stofugang með sjúklinga inni á kaffistofum, göngum og aðstandendaherbergjum. Vegna plássleysis verður að koma rúmum og öðrum tækjum fyrir frammi á gangi þar sem geymslur verður að nýta undir annað. Myndirnar sem ég tók í gær og í morgun segja allt sem segja þarf. Því miður hefur þetta ástand verið viðvarandi síðan ég man ekki hvenær – spítalinn alltaf á „rauðu“ og 2-4 sjúklingar „yfir“ á hverri deild.“

Tómas birti myndir með færslunni sem sýna ástandið vel. Hann segir þetta ástand ekki bara bundið við sýna deild heldur allar legudeildirnar við Hringbraut fyrir utan eina, Krabbameinsdeildina 10E. Hann sagði að sú deildi væri þó full en sjúklingarnir sem betur fer á sjúkrastofun.
„Hvað gerist þegar inflúensa og nóróvírus skella á okkur eftir áramót?“ spyr Tómas. „Eigum við að nota matsalinn?“

Á myndinni sést vel hversu slæmt ástandið er
Þröngir gangar Á myndinni sést vel hversu slæmt ástandið er

Mynd: Facebook

Tómas segir gangainnlangnir vera „meinsemd íslensks heilbrigðiskerfis“ Hann segir að í Svíþjóð sé beitt dagsektum ef sjúklingar liggja á gangi, „aðallega til að verja hagsmuni sjúklinga en ekki síður starfsfólks. Kaffistofur og gangar eru ekki hugsuð sem legupláss og ómögulegt að bjóða sjúklingunum okkar, sem oft eru eldri borgarar þessa lands, upp á þá þjónustu sem þeir eiga skilið.“

Tómas heldur áfram: „Fólk sem hefur borgað sitt til samfélagsins á rétt á herbergi með klósettaðstöðu (ekki síst vegna smithættu) og á ekki að þurfa að ræða sín einkamál fyrir opnum tjöldum. Er ekki uppsveifla og góðæri? Það sést ekki á nýlegum fjárframlögum til Landspítala. Hafa pólitíkusar þessa lands (nota bene úr öllum flokkum) gleymt nýlegum kosningaloforðum? Eða var þetta bara fagurgali?“

Sjúkrarúmum hefur verið komið fyrir á göngum spítalans
Spítalagangur Sjúkrarúmum hefur verið komið fyrir á göngum spítalans

Mynd: Facebook

Tómas segir Landspítalann enn eina ferðina þurfa að betla fyrir sjálfsagðri leiðréttingu á aukafjárframlögum á sama tíma og meðalævi lengist og öldruðum fjölgar. Auk þess bendir hann á að síaukinn fjöldi ferðamanna þurfi einnig á þjónustu spítalans að halda.

Tómas segir að við þurfum nýjan spítala og hann eigi að vera við Hringbraut því allar aðrar lausnir taki of langan tíma.

„Okkur var lofað nýjum spítala fyrir 17 árum og getum ekki beðið endalaust. Gullfiskaminnið er ekki algjört. Annars verðum við, starfsfólk Landspítala, sem telur rúmlega 4000 manns, að fara fram á sérstök „biðlaun“ – uppbótarlaun til að bíða. Það er nefnilega ekki hægt að bjóða okkur upp á svona vinnuaðstöðu – og það í einu mesta góðæri Íslandssögunnar. Eða er ég að misskilja eitthvað?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Anna rifjar upp hópmálsókn vegna ógreiddra sekta vegna bílastæða

Anna rifjar upp hópmálsókn vegna ógreiddra sekta vegna bílastæða
Fréttir
Í gær

Hallgrímur mátaði höll Samherja við dimman dag – „Stjórnarandstaðan skilur ekki að það er ekki hægt að afla fylgis með leiðindum“

Hallgrímur mátaði höll Samherja við dimman dag – „Stjórnarandstaðan skilur ekki að það er ekki hægt að afla fylgis með leiðindum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður ósáttur við okrið og vonda þjónustu á Íslandi – „Eins og litið sé á ferðamenn sem nauðsynlega illsku hérna“

Ferðamaður ósáttur við okrið og vonda þjónustu á Íslandi – „Eins og litið sé á ferðamenn sem nauðsynlega illsku hérna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja komu kjarnorkukafbátsins senda skýr skilaboð til óvina Bandaríkjanna – Takmarkið að lækka spennustigið á norðurslóðum

Segja komu kjarnorkukafbátsins senda skýr skilaboð til óvina Bandaríkjanna – Takmarkið að lækka spennustigið á norðurslóðum