fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Ótrúleg heppni: Vann 22 milljónir í lottóinu – Keypti aukamiða því hann fann eitthvað á sér

Ritstjórn DV
Föstudaginn 25. janúar 2019 13:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Seinni Lottó-vinningshafinn í fjórfalda pottinum frá þar síðustu helgi hefur nú vitjað vinningsins hjá Getspá en það var ungur maður af höfuðborgarsvæðinu.

Í tilkynningu kemur fram að maðurinn ungi hafi farið inn á lotto.is til að tryggja sér miða. Síðar sama dag kom svo sterk tilfinning yfir hann og ákvað hann því að fara á nýjan leik inn á lotto.is og bæta við öðrum miða svona til öryggis.

„Og sem betur fer því sá miði skilaði honum einmitt 5 réttum og vinning upp á tæpar 22 skattfrjálsar milljónir.“

Í tilkynningunni er haft eftir vinningshafanum að þetta væri allt í raun mjög ótrúlegt. Það væri þvílík heppni að hann skildi hafa bætt þessum auka miða við, tilfinningin hefði bara komið svo sterkt yfir hann að það var ekkert annað í stöðunni.

„Hann hafði enn ekki deilt gleði fréttunum með neinum og því lítið búinn að ákveða næstu skref. Íslensk getspá óskar vinningshafanum innilega til hamingju með þennan frábæra vinning.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna
Fréttir
Í gær

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri
Fréttir
Í gær

„Ég hata Facebook, Instagram og TikTok. Þetta truflar líf allra“

„Ég hata Facebook, Instagram og TikTok. Þetta truflar líf allra“
Fréttir
Í gær

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“