fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433

Mourinho gleymir aldrei því sem Sir Alex sagði – Regla sem hann mun ekki brjóta

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 17. janúar 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho var rekinn frá Manchester United í desember eftir ansi slæmt gengi í ensku úrvalsdeildinni.

Mourinho var hjá United í þrjú ár en hann tók við af Louis van Gaal árið 2015 og var búist við miklu eftir hans komu.

Síðasta tímabil var fínt hjá þeim rauðu en United endaði í öðru sæti deildarinnar á eftir Manchester City.

Samband Mourinho og miðjumannsins Paul Pogba var ekki gott og var mikið talað um þeirra samband.

Mourinho ræddi við beIN Sports í dag og nefndi athyglisverðan frasa sem hann reynir að lifa eftir.

,,Sá frasi sem ég hef alltaf haldið í, sá stærsti í úrvalsdeildinni, Sir Alex [Ferguson] sagði þetta,“ sagði Mourinho.

,,’Daginn sem leikmaðurinn er mikilvægari en félagið, bless!’ – það er ekki þannig lengur.“

,,Stjórinn er þarna til að þjálfa leikmennina. Ekki til að sjá til þess að aginn sé til staðar sama hvað það gæti kostað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu
433Sport
Í gær

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Í gær

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig