Í fyrsta skiptið sem snjór fellur í 37 ár
Stórmerkilegar ljósmyndir náðust af snjó í Sahara eyðimörkinni í Norður-Afríku síðastliðinn mánudag.
Þetta er í fyrsta skipti í 37 ár sem snjór fellur í eyðimörkinni því varð uppi fótur og fit í eyðimerkur-smábænum Ain Sefra í Algeríu þegar íbúar tóku eftir því að það var byrjað að snjóa. Hann hélt þó aðeins í einn dag og það hefur ekki snjóað meira.
Áhugaljósmyndarinn Karim Bouchetata tók myndirnar sem birtast hér að ofan. Fjölmiðlar um allan heim segja frá undarlegu veðurfari í eyðimörkinni í dag. Þó svo að landsvæðið sé hulið eyðimörk í dag er talið að það verði orðið grænt eftir um það bil 15.000 ár.
Sahara er önnur stærsta eyðimörk heims, á eftir Suðurskautslandinu og nær yfir allan norðurhluta Afríku. Á svæðinu, sem þekur 27% af álfunni, búa um 2,5 milljónir manna með ólíka menningu, bændur, hirðingjar, veiðimenn og safnarar.