fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Snjókoma í Sahara eyðimörkinni: Myndir

Í fyrsta skiptið sem snjór fellur í 37 ár

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 21. desember 2016 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórmerkilegar ljósmyndir náðust af snjó í Sahara eyðimörkinni í Norður-Afríku síðastliðinn mánudag.

Þetta er í fyrsta skipti í 37 ár sem snjór fellur í eyðimörkinni því varð uppi fótur og fit í eyðimerkur-smábænum Ain Sefra í Algeríu þegar íbúar tóku eftir því að það var byrjað að snjóa. Hann hélt þó aðeins í einn dag og það hefur ekki snjóað meira.

voru mjög hissa
Íbúar á svæðinu voru mjög hissa

Mynd: Skjáskot af YouTube

Áhugaljósmyndarinn Karim Bouchetata tók myndirnar sem birtast hér að ofan. Fjölmiðlar um allan heim segja frá undarlegu veðurfari í eyðimörkinni í dag. Þó svo að landsvæðið sé hulið eyðimörk í dag er talið að það verði orðið grænt eftir um það bil 15.000 ár.

nær yfir alla Norður-Afríku
Sahara eyðimörkin nær yfir alla Norður-Afríku

Mynd: Skjáskot af YouTube

Sahara er önnur stærsta eyðimörk heims, á eftir Suðurskautslandinu og nær yfir allan norðurhluta Afríku. Á svæðinu, sem þekur 27% af álfunni, búa um 2,5 milljónir manna með ólíka menningu, bændur, hirðingjar, veiðimenn og safnarar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur missir bílprófið og fær 250 þúsund króna sekt

17 ára piltur missir bílprófið og fær 250 þúsund króna sekt
Fréttir
Í gær

Ferðamaður óttasleginn eftir að hafa fundið veggjalús á hóteli í Reykjavík – Hótelstjórinn neitaði

Ferðamaður óttasleginn eftir að hafa fundið veggjalús á hóteli í Reykjavík – Hótelstjórinn neitaði
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“
Fréttir
Í gær

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“