fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Tvöföld sýningaropnun í Nýlistasafninu: Kolbeinn Hugi og Bjarki Bragason

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 14. janúar 2019 12:30

Kolbeinn Hugi, Cryptopia One: A Beginning Is A Very Delicate Time

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmtudaginn 17. janúar opna tvær fyrstu sýningar ársins í Nýlistasafninu. Einkasýningar listamannanna Kolbeins Huga og Bjarka Bragasonar sem báðar eru staðsettar í sýningarsal Nýlistasafnsins í Marshallhúsinu og bergmála sín á milli. Báðar rannsaka þær samband okkar við umhverfið, fólk og hluti í fortíð og nútíð en listamennirnir nálgast viðfangsefnið út frá ólíkum sjónarhornum og aðferðum.


Með sýningunni ÞRJÚÞÚSUND OG NÍU ÁR glímir Bjarki Bragason við áhrif nærumhverfisins á hann sjálfan, og aðra, á nánast umhverfisfræðilegan hátt meðan Kolbeinn Hugi nýtir sér framúrstefnu og vísindaskáldskap til að fletta dulunni af mögulegri framtíð með Cryptopia One: A Beginning Is A Very Delicate Time. Þannig hvíslast verk beggja listamanna á um mismunandi tíma og leiðir til að tengja við og reyna að skilja þann heim sem umlykur okkur.

Í gegnum tíðina hafa leiðir þeirra Kolbeins Huga og Bjarka Bragasonar títt legið saman en þetta er í fyrsta sinn sem þeir opna samhliða sýningar í sama rýminu. Opnunin hefst kl. 18 og eru allir velkomnir. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Í gær

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“