Fyrir skömmu braust þjófur inn í bíl hjá systur Jóns Viðars Arnþórssonar. Jón Viðar er einn af stofnendum íþróttafélagsins Mjölnis og rekur núna ISR Matrix, félag sem sérhæfir sig í sjálfsvarnarnámskeiðum. Óhætt er að segja að þjófurinn hafi verið nokkuð seinheppinn enda lenti hann í klónum á einum af okkar reyndustu bardagaköppum en Jón Viðar var lengi Gunnari Nelson innan handar.
Nokkrir ISR iðkendur stóðu manninn að verki og yfirbuguðu hann. Í færslu sem birt var um málið á Facebook-síðu ISR Matrix, segir:
Jón Viðar Arnþórsson, bróðir Immu, fjarlægði hann úr bílnum, tryggði hann með beislinu, tók hann niður og setti hann í örugga stöðu (innpökkun). Jón Viðar tryggðu einnig að mótaðilinn var ekki vopnaður, sem sagðist þó hugsanlega vera með sprautu á sér. Aðilinn gaf leyfi fyrir því sð leita á sér þegar við spurðum hvað hann hefði tekið. Fundust tvö kort á honum og hleðslubanki sem hann hafði tekið úr bílnum. Aðilinn var svo fjarlægður af lögreglunni og settur í klefa stuttu síðar.
Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.