fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Fréttir

Eftirlitslausir skottulæknar: Ófrísk kona hætt komin eftir nálastungumeðferð

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 5. janúar 2019 10:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjálækningar eru stundaðar án eftirlits hér á landi og geta verið hættulegar. Nýlega var ófrísk kona hætt komin vegna nálastungumeðferðar sem átti sér stað utan heilbrigðiskerfisins. Fékk hún svokallað loftbrjóst, þ.e. lungu hennar féllu saman eftir að nálum var stungið í brjóstkassann.

Fréttablaðið greinir frá þessu og styðst meðal annars við grein sem birtist nýlega í Læknablaðinu. Þar segir:

Nálastungurnar fékk hún vegna meðgönguógleði og uppkasta en hún var þá komin tæpar 15 vikur á leið. Við komu var hún með hvíldarmæði, aukna öndunartíðni og hjartsláttarhraða en súrefnismettun og blóðþrýstingur innan viðmiðunarmarka. Við hlustun voru skert öndunarhljóð yfir lungnatoppum og lungnamynd sýndi nánast algjört samfall á báðum lungum. Komið var fyrir brjóstholskerum beggja vegna sem fjarlægðir voru einum og tveimur dögum síðar og hún útskrifuð heim. Konunni heilsaðist vel eftir útskrift og meðgangan gekk vel í kjölfarið. Þetta tilfelli sýnir að loftbrjóst getur hlotist af nálastungumeðferð ef nálunum er stungið of djúpt í brjóstkassann. Í þessu tilviki hlaust af loftbrjóst beggja vegna sem getur reynst lífshættulegt.

Í fréttaskýringu Fréttablaðsins kemur fram að ekkert formlegt eftirlit er með skottulækningum eða hjálækningum hér á landi. Í svari Landlæknisembættisins við fyrirspurn blaðsins kemur fram að þar sem sjálfstæðir einstaklingar sem veita óhefðbundnar meðferðir séu ekki heilbrigðisstarfsmenn þá hafi embættið ekkert eftirlit með þeim.

Þá kemur fram í greininni að nálastungumeðferðir eins og hér um ræðir séu ekki framkvæmdar innan Landspítalans. Aldrei sé nálum stungið í brjóstkassa heldur sé stungið í fætur og hendur. Ófríska konan sem um ræðir var um tíma í lífshættu vegna nálastungumeðferðarinnar sem hún fékk hjá sjálfstæðum aðila. Þurfti konan að leita til bráðamóttöku sjö klukkustunum eftir nálastungumeðferðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nýjar upplýsingar um bensínþjófagengið – „Ég stoppa hann og spyr af hverju hann stal frá okkur“

Nýjar upplýsingar um bensínþjófagengið – „Ég stoppa hann og spyr af hverju hann stal frá okkur“
Fréttir
Í gær

Kolbrún segir stjórnarandstöðuna senda þjóðinni fingurinn – Hvatningin hafi komið frá SFS

Kolbrún segir stjórnarandstöðuna senda þjóðinni fingurinn – Hvatningin hafi komið frá SFS
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump sagður sjaldan hafa lagst jafn lágt í hefnigirni – Fjandmaður sviptur aðgangi að hundi sem hann borgaði fyrir

Trump sagður sjaldan hafa lagst jafn lágt í hefnigirni – Fjandmaður sviptur aðgangi að hundi sem hann borgaði fyrir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rýnt í grein varaþingmanns um meintan feluleik – Hálfsannleikur, talnaleikir og fullyrðingar sem halda engu vatni

Rýnt í grein varaþingmanns um meintan feluleik – Hálfsannleikur, talnaleikir og fullyrðingar sem halda engu vatni