fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Fréttir

Líkamsárás í Hafnarfirði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 5. janúar 2019 07:45

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laust fyrir miðnætti í gærkvöld var maður handtekinn í Hafnarfirði, grunaður um líkamsárás í heimahúsi. Áverkar voru á brotaþola en eru þeir taldir vera minniháttar. Hinn grunaði árásarmaður gistir nú fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Þar segir einnig frá eftirtöldu:

Um klukkan 23:30 var ökumaður handtekinn vegna gruns um ölvun við akstur. Ökumaður hafði ekið yfir grindverk og inn í garð á Snorrabraut. Ökumaður gistir nú fangageymslu vegna rannsóknar málins. Bíllinn var flutt með dráttarbifreið af vettvangi enda skemmd.

Um hálfþrjúleytið í nótt var maður handtekinn eftir að hafa neitað að fara að fyrirmælum lögreglu. Hann veittist að lögreglumönnum sem þurftu að beita varnarúða til að stöðva árás hans.

Klukkan fjögur í nótt var maður handtekinn í Breiðholti þar sem hann hafði gert sig heimakominn í stigahúsi og lagst þar til svefns. Maðurinn býr ekki í húsinu og gat ekki upplýst lögreglu um dvalarstað sinn. Gistir hann því fangageymslu.

Rétt fyrir klukkan fimm var maður handtekinn í miðbæ Reykjavíkur vegna gruns um dreifingu á fíkniefnum. Bíður hann yfirheyrslu.

Í heild var þetta róleg nótt að samkvæmt dagbókinni og aðeins 46 mál komu á borð lögrelgu. Í flestum tilfellum var um að ræða aðstoð vegna ölvunar eða deilna og slagsmála.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nýjar upplýsingar um bensínþjófagengið – „Ég stoppa hann og spyr af hverju hann stal frá okkur“

Nýjar upplýsingar um bensínþjófagengið – „Ég stoppa hann og spyr af hverju hann stal frá okkur“
Fréttir
Í gær

Kolbrún segir stjórnarandstöðuna senda þjóðinni fingurinn – Hvatningin hafi komið frá SFS

Kolbrún segir stjórnarandstöðuna senda þjóðinni fingurinn – Hvatningin hafi komið frá SFS
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump sagður sjaldan hafa lagst jafn lágt í hefnigirni – Fjandmaður sviptur aðgangi að hundi sem hann borgaði fyrir

Trump sagður sjaldan hafa lagst jafn lágt í hefnigirni – Fjandmaður sviptur aðgangi að hundi sem hann borgaði fyrir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rýnt í grein varaþingmanns um meintan feluleik – Hálfsannleikur, talnaleikir og fullyrðingar sem halda engu vatni

Rýnt í grein varaþingmanns um meintan feluleik – Hálfsannleikur, talnaleikir og fullyrðingar sem halda engu vatni