fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Fréttir

Miðflokksmaður segir Aron Einar óþverra: „Ætti að skammast sín“

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 3. janúar 2019 12:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Aron Einar er óþverri og ætti að skammast sín.“ Þetta segir Örn Bergmann Jónsson á Facebook en hann sat í stjórn Miðflokksfélags Suðvesturkjördæmis og var í níunda sæti á lista flokksins vegna borgarstjórnarkosninga í Reykjavík 2018. Þetta segir hann vegna fréttar Vísis um að Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði hafi farið fram á gjaldþrot Kolfinnu Vonar Arnardóttur, fjárfestis og stjórnanda Reykjavik Fashion Festival. Hún er eiginkona Björns Inga Hrafnssonar, ritstjóra Viljans og fyrrverandi útgefanda DV. Hann hefur verið tengdur vinaböndum við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins.

Kolfinna Von var úrskurðuð gjaldþrota á dögunum. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í desember, skiptafundur fer fram í mars næstkomandi. Greint er frá þessu í Lögbirtingarblaðinu. Þau hjónin hafa verið áberandi í íslensku viðskiptalífi undanfarin ár. Kolfinna var í fréttum í nóvember síðastliðnum í tengslum við útgáfu bókar Arons Einars Gunnarssonar, fyrirliða íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Þar sagði Aron Einar að Kolfinna Von, sem þá var besta vinkona Kristbjargar Jónasdóttur, eiginkonu Arons, hefði stungið upp á því árið 2016 að þau Kolfinna, Aron, Kristbjörg og Björn Ingi færu saman í viðskipti. Þau Aron og Kristbjörg fjárfestu fyrir 15 milljónir króna. „Við treystum þeim og ákváðum því að kaupa hlut í félagi þeirra undir þeim formerkjum að til stæði að fjárfesta í íslenska fatavörumerkinu JÖR,“ segir Aron Einar í bók sinni Sagan mín.

Ekki náðist í Kolfinnu við vinnslu fréttarinnar.

Kolfinna Von sagði í viðtali við Vísi sumarið 2016 að fyrirtæki hennar, Artikolo ehf. væri langt komið í viðræðum um að kaupa helmingshlut í fatavörumerkinu. JÖR varð gjaldþrota, sagði Guðmundur Jörundsson fatahönnuður að það hefði ekki verið staðið við skuldbindingar. Aron Einar sagði í bókinni að þau hafi samið um að hlutur sinn og eiginkonu sinnar yrði keyptur aftur. Vildi hann fá að vita hvað hefði orðið um þessar 15 milljónir eftir að peningarnir fóru inn í fyrirtækin. „Þrátt fyrir það höfum við Kristbjörg hvorki fengið greitt til baka samkvæmt samningnum né fengið að sjá pappíra til útskýringar á hvað varð um peningana. Þau hafa aldrei getað útskýrt það,“ sagði Aron Einar og vísar til Kolfinnu og Björns Inga.

Kolfinna sagði í færslu á Facebook í kjölfar útgáfu bókarinnar að staðreyndin sé sú að Aron Einar hafi fjárfest fyrir fimmtán milljónir, tíu milljónir hafi farið í lán til JÖR og fimm milljónir vegna kaupa á tískuhátíðinni RFF. „Því miður gekk rekstur JÖR ekki upp og félagið fór í þrot og þar með töpuðum við miklum fjármunum, tugum milljóna. Bæði félagið okkar og við persónulega sem höfðum lagt fjármuni í það,“ sagði Kolfinna. Sagði hún einnig að hún hefði reynt allt til að koma til móts við Aron Einar og Kristbjörgu: „Það er ekki rétt að aldrei hafi fengist svör um það í hvað peningarnir fóru. Þeir fóru í þessi tvö verkefni og lögmaður þeirra hjóna fékk að sjá skrifleg gögn um það.“

Kolfinna er enn skráður stjórnarformaður bæði Artikolo ehf. og Reykjavik Fashion Festival ehf. Tískuhátíðin Reykjavik Fashion Festival fór fram með pompi og prakt í mars 2017. Í maí í fyrra auglýsti hátíðin eftir starfsfólki en ekkert varð af hátíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varaþingmaður segir fjölmiðla og stjórnvöld hafa farið fram með offorsi – Ekki hættulegra að búa í Grindavík en víða annars staðar

Varaþingmaður segir fjölmiðla og stjórnvöld hafa farið fram með offorsi – Ekki hættulegra að búa í Grindavík en víða annars staðar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríska vegabréfið aldrei jafn máttlaust og nú – Flest evrópsk vegabréf sterkari

Bandaríska vegabréfið aldrei jafn máttlaust og nú – Flest evrópsk vegabréf sterkari