fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
433Sport

Lofuðu að gefa mömmu Viðars frían pott – Fjölskyldan í hjartastopp eftir fyrsta viðtalið

Victor Pálsson
Sunnudaginn 23. desember 2018 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er markahrókurinn Viðar Örn Kjartansson sem spilar með Rostov í Rússlandi.

Viðar samdi við norska félagið Valerenga árið 2014 eftir að hafa skorað mikið með Fylki hér heima.

Í Noregi sannaði Viðar gæði sín en hann skoraði 31 mark í 33 leikjum á sínu fyrsta tímabili hjá félaginu.

Viðar fer yfir þennan athyglisverða tíma í Noregi þar sem hann var byrjaður að taka að sér ýmis verkefni fyrir utan fótboltann.

,,Ég var tekinn í viðtal fyrir tímabilið og var spurður að því hvað ég ætlaði að skora mörg mörk, ég var nýbúinn að henda í einhverja þrennu í æfingaleik,“ sagði Viðar.

,,Ég sagðist ætla að skora meira en tíu. Fjölskyldan fór bara í hjartastopp á Selfossi! ‘Hvað ertu að segja drengur’. Ég fattaði eftir á að þetta voru stór mistök.“

,,Þjálfarinn hafði bullandi trú á mér sem skiptir rosalega miklu máli og það var engin samkeppni, það var enginn pjúra striker eins og ég.“

,,Þeir voru í peningaströggli þannig að ég fann að ég myndi fá að spila sjö til átta leiki þrátt fyrir að ég myndi ekki geta neitt.“

,,Það hjálpaði mér rosalega. Þú vilt heldur ekki vera nýkominn og það eru fjórir aðrir framherjar, þér líður ekki þægilega.“

,,Ég skoraði snemma á tímabilinu og eftir það hætti maður ekki. Maður var á einhverju skýi, sjálfstraustið var alltof mikið!“

,,Ég var farin að auglýsa heita potta. Ég held að það fyrirtækið hafi farið á hausinn, ég leitaði að þeim á netinu um daginn og fann ekkert.“

,,Þeir lofuðu að gefa mömmu pott og hann kom aldrei! Ég var svo nýr í þessu að ég sagði já við öllu. Ég var í sjónvarpsþáttum og heimsótti alla skóla.“

,,Í dag myndi ég segja nei við svona 80% af þessu sem var í gangi. Þeir voru svona semi að bara nota mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arsenal búið að bjóða nýjan samning – Vill hann halda áfram?

Arsenal búið að bjóða nýjan samning – Vill hann halda áfram?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stórstjarnan skorar utan vallar þrátt fyrir erfiðleikana í vinnunni – Talin vera ein fallegasta kona landsins

Stórstjarnan skorar utan vallar þrátt fyrir erfiðleikana í vinnunni – Talin vera ein fallegasta kona landsins
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Eru í þriðju deild en stefna gríðarlega hátt – Verður stærri en völlur Chelsea og Villa

Eru í þriðju deild en stefna gríðarlega hátt – Verður stærri en völlur Chelsea og Villa
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Afsakar frammistöðu Onana og kennir varnarmanni United um – ,,Setur hann í vandræði frá fyrstu mínútu“

Afsakar frammistöðu Onana og kennir varnarmanni United um – ,,Setur hann í vandræði frá fyrstu mínútu“
433Sport
Í gær

Nýtt sjónarhorn úr myndavél KR sýnir framkomu Smit betur – Hrindir einu barni nokkuð harkalega frá sér

Nýtt sjónarhorn úr myndavél KR sýnir framkomu Smit betur – Hrindir einu barni nokkuð harkalega frá sér
433Sport
Í gær

Mikið fjör í Þýskalandi þegar Real kom í heimsókn – Bæði lið fengu vítaspyrnu

Mikið fjör í Þýskalandi þegar Real kom í heimsókn – Bæði lið fengu vítaspyrnu