fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Fréttir

Stal ferðatösku af erlendum ferðamanni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 22. desember 2018 08:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um hálftíuleytið í gærkvöld gerðist það atvik í miðbænum að maður stal ferðatösku af erlendum ferðamanni og hljóp á brott með hana. Ferðamaðurinn elti þjófinn en missti fljótlega af honum. Því miður fannst hvorki þjófurinn né taskan aftur.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar ásamt eftirfarandi:

Um fimmleytið í morgun ætluðu lögreglumenn að stöðva bíl í Bríetartúni en ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögeglu. Hófst þá eftirför þar sem bílnum var ítrekað ekið yfir gatnamót á móti rauðu ljósi. Tókst að stöðva bílinn við Kringlumýrarbraut. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur og var vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins.

Klukkan 18 í gær var tilkynnt um innbrot í geymslu íbúðarhúsnæðis í Breiðholti. Var gluggi skemmdur en ekki er vitað hverju var stolið.

Á þriðja tímanum í nótt voru tveir menn handteknir eftir innbrot í Breiðholti. Voru þeir vistaðir í fyrir rannsókn málsins í fangageymslu.

Klukkan hálfsjö í gærkvöld var drukkinn maður handtekinn í hverfi 110 grunaður um húsbrot, líkamsárás, eignaspjöll, hótanir og fór ekki að fyrirmælum lögreglu. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Á sama tíma var tilkynnt um innbrot í  hús í Kópavogi. Farið var inn um glugga og jólapökkum ásamt fleiru stolið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fengu afsökunarbeiðni frá Þórunni – „Það hefur enginn verið jafn miður sín“

Fengu afsökunarbeiðni frá Þórunni – „Það hefur enginn verið jafn miður sín“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ársæll reiður yfir fréttaflutningi DV og segir uppljóstrara vera í kennarahópnum

Ársæll reiður yfir fréttaflutningi DV og segir uppljóstrara vera í kennarahópnum
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum
Banaslys í Mosfellsbæ