fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Fréttir

18 ára piltur í 30 daga fangelsi fyrir líkamsárás

Auður Ösp
Föstudaginn 21. desember 2018 16:57

Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

18 ára piltur hefur verið dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás, umferðarlagabrot og fíkniefnalagabrot. Dómur féll í Héraðsdómi Suðurlands í gær.

Pilturinn var sakfelldur fyrir að hafa í janúar á þessu ári ráðist á karlmann fyrir utan hús á Selfossi og slegið hann í höfuðið þannig að hann féll í jörðina. Því næst sló hann ítrekað og sparkaði í líkama hans þar sem hann lá.  Afleiðingarnar voru þær að maðurinn hlaut opið sár í vinstra munnviki, rautt og bólgið far á hægri upphandlegg, roða á hálsi, bólgnar varir, sprungna neðri vör og eymsli yfir vinstra kinnbeini og vanga.

Þá var pilturinn einnig sakfelldur fyrir að hafa í tvígang undir áhrifum áfengis, en í fyrra skiptið var hann einnig undir áhrifum kókaíns. Þá var hann sakfelldur fyrir að hafa í júní síðastliðnum haft í vörslu sinni 0,64 g af maríhúana sem lögregla fann í úlpuvasa hans við líkamsleit.

Fórnarlamb líkamsárásarinnar setti fram einkaréttarkröfu og viðurkenndi pilturinn viðurkenndi bótaskyldu sína í málinu. Fórnarlambið fór fram á á 1,5 milljón í miskabætur frá piltinum en piltur mótmælti þeirri fjárhæð sem of hárri.

Pilturinn játaði sök fyrir dómnum en hann hefur ekki sætt refsingu áður Við ákvörðun refsingar var meðal annars tekið tillit til ungs aldurs hans.

Auk fangelsisrefsingarinnar er honum gert að greiða fórnarlambinu 350 þúsund krónur í miskabætur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hafnar gæsluvarðhaldi yfir manni sem ók stolnum bíl um flugbrautirnar – Flúði lögreglu á ofsahraða með reipi um hálsinn

Hafnar gæsluvarðhaldi yfir manni sem ók stolnum bíl um flugbrautirnar – Flúði lögreglu á ofsahraða með reipi um hálsinn
Fréttir
Í gær

Ráðgjafi í innsta hring Biden átti að fá bónus ef hann yrði endurkjörinn – Mögulegur hvati til að hylma yfir veikindi forsetans

Ráðgjafi í innsta hring Biden átti að fá bónus ef hann yrði endurkjörinn – Mögulegur hvati til að hylma yfir veikindi forsetans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður lést við Breiðamerkurjökul

Ferðamaður lést við Breiðamerkurjökul
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjartsýnn fyrir Þjóðhátíð í Eyjum – „Hér er auðvitað allra veðra von en það verður gott partý“

Bjartsýnn fyrir Þjóðhátíð í Eyjum – „Hér er auðvitað allra veðra von en það verður gott partý“