fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fókus

Þorvaldur Bjarni leitar andagiftar í Asíu – Sjöundi söngleikurinn framundan

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 20. desember 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar, er nú staddur í Asíu þar sem hann leitar andagiftar til að setja sig í spor afa Gissa, aðal söguhetjunnar í nýja söngleiknum Gallsteinar afa Gissa.

Þorvaldur hefur áður samið tónlistina fyrir suma af vinsælustu barnasöngleikjum síðari tíma, eins og Ávaxtakörfuna, Gulleyjuna, Benedikt Búálf og Gosa.

Gallsteinar afa Gissa, sem einnig er eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og Karl Ágúst Úlfsson og í leikstjórn Ágústu Skúladóttur, er sjöundi söngleikurinn hans og sá þriðji sem þeir Karl Ágúst vinna saman að. Báðir komu þeir að Kabarett sem slegið hefur rækilega í gegn hjá LA en auk þess unnu þeir saman að Gosa, auk Selmu Björnsdóttur, og Gulleyjunni með Sigurði Sigurjónssyni.

„Mér er sko ekkert að leiðast við að setja tóna við frábæra texta vinar míns frekar en fyrri daginn,“ segir Þorvaldur sem ætlar að njóta jólanna í Tælandi ásamt fjölskyldu sinni meðfram vinnunni. Það verður því spennandi að heyra hvort sólin eigi eftir að setja sinn svip á tónlistina í nýjasta verkinu en söngleikurinn, Gallsteinar afa Gissa, verður frumsýndur þann 23. febrúar í Samkomuhúsinu á Akureyri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Endurskapar málverk föður síns

Endurskapar málverk föður síns
Fókus
Fyrir 3 dögum

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jonathan Bailey er kynþokkafyllsti karlmaður heims

Jonathan Bailey er kynþokkafyllsti karlmaður heims
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“