fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Sendi fimm ára son sinn með kynlífsleikfang á jólasýningu

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 19. desember 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helen Cox 46 ára gömul tveggja barna móðir keypti búning á netinu fyrir Alfie fimm ára gamlan son sinn, búning sem ætlaður var fyrir jólaleikritið í skólanum hans.

Búninginn keypti hún fyrir 17 pund á Amazon the play og var hún himinlifandi með að honum fylgdi án aukakostnaðar dýr til að blása upp.

Cox var steinhissa þegar kennarinn sagði Alfie að taka kindina aftur heim, þangað til hún blés hana upp og komst að því að það var gat á botni hennar, auk þess sem kindin var með rauðlitaðar varir og augnhár. Þá komst hún að því að kindin var einnig á útsölu á Amazon og auglýst „upplögð til dráttar fyrir steggjapartýið.“

„Ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta,“ segir Cox í viðtali við Daily Record. „Hvernig á ég að útskýra þetta fyrir kennaranum hans? Ég veit ekki hvort þau í skólanum áttuðu sig á að þetta er kynlífsleikfang og hafi þess vegna sent Alfie heim með það, ég er gjörsamlega miður mín.“

Búningurinn sem hún keypti var auglýstur sem „brúnn fjárhirðabúningur fyrir drengi ásamt uppblásinni kind.“ Hann kom tveimur vikum eftir pöntun og eftir að Alfie var búinn að máta búninginn til að sjá hvort hann passaði setti móðir hans búninginn í merktan poka fyrir Alfie til að taka með í skólann. Þegar hún sótti svo soninn í skólann, sá hún að kindin var í skólatöskunni hans og drengurinn sagði að kennarinn hefði sagt að hann ætti að taka hana aftur heim.

Þegar heim var komið ákvað móðirin að blása kindina upp og sá fyrst þá að eitthvað var ekki eins og það átti að vera. „Alfie skildi auðvitað ekkert hvað var að, þannig að ég sagði honum að hann gæti ekki haldið kindinni þar sem hún liti ekki út eins og alvöru kind. Þessi væri með skegg, rauðan varalit og slaufu á hausnum,“ segir Cox. „Hann vildi engu að síður leika með hana og ég fann enga ástæðu til að banna það.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?
Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall