fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Samkynhneigður maður krefst skilnaðar vegna kynferðisbrots maka: Braut gegn konu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 18. desember 2018 17:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður hefur höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem hann krefst lögskilnaðar frá eiginmanni sínum. Ástæðan er kynferðisbrot sem eiginmaðurinn framdi gegn konu og hefur hlotið dóm fyrir. RÚV greindi fyrst frá málinu.

Sá sem höfðar málið er 44 ára gamall. Býr hann erlendis en hefur íslenskan ríkisborgararétt og bjó hér á landi um árabil. Eiginmaður hans er 29 ára gamall. Árið 2015, um ári eftir að mennirnir gengu í hjónaband, var yngri maðurinn dæmdur í 9 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn konu, þar af voru sex mánuðir skilorðsbundnir.

Dóm Hæstaréttar í málinu má lesa hér. Þar kemur fram að maðurinn var fundinn sekur um að hafa fróað sér við andlit konu og haft sáðlát á öxl hennar. Um brotið segir orðrétt í dómnum:

„A var ákærður fyrir kynferðisbrot, annars vegar samkvæmt 209. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa fróað sér fyrir framan andlit B, þar sem hún lá í rúmi, og fá sáðfall yfir öxl hennar, hár og kodda sem hún lá á og hins vegar samkvæmt 199. gr. sömu laga með því að hafa skömmu síðar áreitt B kynferðislega, þar sem hún lá á fjórum fótum á gólfi svefnherbergisins og kastaði upp, með því að losa um brjóstahaldara hennar, þukla á brjóstum hennar og strjúka kynfæri hennar innanklæða. Með hliðsjón af framburði B og annarra vitna sem og gögnum málsins, meðal annars niðurstöðu DNA rannsóknar, var A sakfelldur fyrir fyrrgreint brot samkvæmt 209. gr. almennra hegningarlaga. Á hinn bóginn var ekki talið að framburður B, að því er laut að seinni ákæruliðnum, hefði þá stoð í öðrum gögnum málsins að hann nægði til þess, gegn eindreginni neitun A, að ákæruvaldið hefði axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvíldi samkvæmt 108. gr., sbr. 1. og 2. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Var A því sýknaður af sakargiftum samkvæmt 199. gr. almennra hegningarlaga. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að brot A hefði verið ófyrirleitið og til þess fallið að niðurlægja B gróflega. Að því virtu var refsing A ákveðin fangelsi í níu mánuði en fullnustu sex mánaða hennar var frestað skilorðsbundið í tvö ár.“

Eldri maðurinn flutti úr landi eftir að hann sótti um skilnað og varð það til þess að skilnaðurinn gekk ekki í gegn. Stefnan er birt í Lögbirtingablaðinu í dag. Þar segir meðal annars um málsatvik:

„Stefnandi og stefndi gengu í hjúskap 7. maí 2014. Sameiginlegt heimili þeirra var að Laugavegi 55, Reykjavík. Skömmu eftir giftingu var stefndi handtekinn fyrir kynferðisbrot. Stefndi sannfærði stefnanda að um rangar sakagiftir væri að ræða gegn sér og sleit stefnandi ekki samvistum strax við stefnda af þeim sökum. Um haustið 2014 lágu niðurstöður úr DNA rannsókninni fyrir sem staðfestu að sæði úr stefnda hafi fundist í hári brotaþola. Þegar stefnandi fékk þær upplýsingar varð honum ljóst að stefndi hefði framið hjúskaparbrot gegn sér. Flutti stefnandi út af sameiginlegu heimili þeirra í október 2014. Engar eignir voru í búinu, hvorki bifreið, fasteign né sameiginlegt innbú.

Þann 19. nóvember 2014 krafðist stefnandi lögskilnaðar vegna hjúskaparbrots maka síns, sbr. 39. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993. Stefndi mótmælti kröfunni og óskaði eftir fresti til að ræða við lögmann. Ágreiningur var um fjárskipti innbús en aðilar áttur ekki saman fasteign né bifreið. Málinu var svo frestað til framlagningar yfirlýsingar um eignaleysi og sáttar um skiptingu innbús.“

Yngri maðurinn hefur ekki sinnt boðun sýslumanns um að mæta við fyrirtöku skilnaðarbeiðninnar og því er talið nauðsynlegt að höfða dómsmál til að löggilda skilnaðinn án aðkomu hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“