fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Reynir býður Arnþrúði sátt: Vill afsökunarbeiðni og 700 þúsund krónur

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. desember 2018 12:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaður Reynis Traustasonar, fyrrverandi ritstjóra DV og stjórnarformanns Stundarinnar, hefur sent Arnþrúði Karlsdóttur, útvarpsstjóra Útvarps Sögu, sáttatilboð vegna ummæla sem hún lét falla um Reyni þann 5. desember síðastliðinn.

Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins.

Greint var frá því þann 7. desember síðastliðinn að Reynir hygðist stefna Arnþrúði vegna ummælanna.

„Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á samviskunni, bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar?,“ sagði Arnþrúður meðal annars í símatíma stöðvarinnar. Rétt er að taka fram að Reynir hefur aldrei verið ritstjóri Stundarinnar þó hann hafi komið víða við á löngum ferli í fjölmiðlum.

„Arnþrúður hefur sagt margt í gegnum tíðina en nú gekk hún of langt og þessum rakalausa atvinnurógi og ærumeiðingum verður mætt af fullri hörku,“ sagði Reynir við Fréttablaðið sem greindi fyrst frá málinu.

Reynir hefur boðið Arnþrúði að draga ummælin til baka, biðjast afsökunar og ljúka ærumeiðingarmáli sem Reynir mun ella höfða gegn henni, með greiðslu miskabóta að fjárhæð 700 þúsund krónur.

Að því er segir á vef Fréttablaðsins hefur Arnþrúður tækifæri til að draga ummælin til baka á Útvarpi Sögu og biðja Reyni afsökunar, opinberlega og skriflega. Takist ekki að ljúka málinu segir í bréfi lögmannsins að Reynir áskilji sér rétt til að fylgja málinu eftir fyrir dómstólum og krefjast hærri miskabóta.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast