fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Hringdi á lögreglu vegna gruns um lík á útidyratröppunum

Auður Ösp
Laugardaginn 15. desember 2018 14:14

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um að poki hefði verið skilin eftir á útidyratröppum. Einstaklingurinn sem hringdi grunaði að lík hefði verið skilið þar eftir.

Þetta er meðal þess sem fram kom í árlegu „tíst“ maraþoni lögreglunnar á samskiptamiðlinum Twitter í nótt. Tilkynningar voru settar inn undir myllumerkinu #löggutíst.

Fram kemur að umræddur tilkynnandi hafi verið hvattur til að skoða pokann, en við rannsókn tilkynnanda kom í ljós að hann var fullur af pappír.

Líkt og venjulega hafði lögreglan í nógu að snúast og þurfti meðal annars að eiga við kjötþjóf, laser sem beint var inn á skrifstofur í austurborginni, nágrannaerjur í Breiðholti, óvelkominn mann á stigagangi og símtal frá vistmanni á Kleppsspítala.

Lögreglan var kölluð að heimili á höfuðborgarsvæðinu þar sem karlmaður óskaði eftir því að vera sóttur. Ástæðan var sú að hann hafði lent í útistöðum við eiginkonu sína. Fram kemur að maðurinn hafi hringt í Neyðarlínu og óskað eftir að vera sóttur en kona mannsins hafi síðar hringt skömmu síðar og afboðað komu lögreglunnar. Lögreglan mætti engu að síður á staðinn til að ganga úr skugga um að allt væri í lagi.

Þá var tilkynnt  um mann sem var að ganga á milli húsa í Bústaðahverfinu að kíkja á glugga. „Líklega er Stúfur villtur og langar að komast heim til Grýlu. Lögreglan fann hann ekki þrátt fyrir mikla og langa leit,“ segir í Twitter færslunni.

Ein athyglisverðasta færslan inniheldur ljósmynd sem tekin var í miðborginni í  nótt en  þar má sjá sex lögregluþjóna sem hafa náð að yfirbuga karlmann sem ráðist hafði á dyravörð á skemmtistað í Austurstræti.

Í færslunni segir að það sé vissulega slæm hugmynd að ráðast á dyraverði en það sé enn verri hugmynd að ráðast á þá fyrir framan lögreglumenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast