fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Grunaður um að stýra skipi undir áhrifum fíkniefna

Auður Ösp
Laugardaginn 15. desember 2018 09:13

Ísafjörður. Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöldi bárust lögreglunni á Vestfjörðum upplýsingar um að skipstjóri á fiskibát væri mögulega undir áhrifum fíkniefna við stjórn bátsins. Báturinn var þá að nálgast Flateyri að loknum veiðum. Lögreglumenn fóru á Flateyri í því skyni að athuga áreiðanleika upplýsinganna.

Þegar báturinn var að leggjast að bryggju og skipstjórinn varð var við lögreglumennina, snéri hann frá, sigldi úr höfn og áleiðis út Önundarfjörð. Slökkti hann um leið öll siglingaljós og fljótlega á sjálfvirkum tilkynningarskyldubúnaði. Því gat Vaktstöð siglinga m.a. ekki séð staðsetningu bátsins.

Í framhaldinu voru björgunarsveitir kallaðar út til leitar að bátnum, auk þyrlu og varðskips Landhelgisgæslunnar. Þess utan fóru lögreglumenn á nálægar hafnir.

Um tveimur klst eftir að báturinn hafði farið frá Flateyri kom hann í höfn á Suðureyri. Var skipstjóri bátsins þá handtekinn og færður á lögreglustöðina á Ísafirði vegna rannsóknar málsins, það er að segja grun um stjórn skips undir áhrifum fíkniefna auk gruns um brot á lögum um lögskráningu sjómanna.

Honum hefur nú verið sleppt en rannsókn málsins heldur áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“
Fréttir
Í gær

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“