fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
433Sport

Upplifði martröð á Old Trafford: ,,Ég bað um að komast burt á hverjum degi“

Victor Pálsson
Föstudaginn 14. desember 2018 13:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru ekki allir leikmenn sem ná að standa sig á Englandi og er hægt að nefna ófá dæmi.

Bebe, fyrrum leikmaður Manchester United, er einn af þeim en hann samdi við United árið 2010.

Bebe kostaði United 7,4 milljónir punda en Sir Alex Ferguson fékk hann til félagsins.

Dvöl Bebe var ekki frábær en hann spilaði aðeins tvo leiki áður en hann var seldur heim til Portúgals.

,,Á hverjum degi þá hringdi ég í umboðsmanninn minn og bað hann um að koma mér burt. Þetta var slæmur tími,“ sagði Bebe.

,,Þegar þú spilar ekki, jafnvel þó þú sért hjá frábæru félagi, þá ertu ekki ánægður svo af hverju að halda áfram?“

,,Ég man að ég átti að spila leik með unglingaliðinu og umboðsmaðurinn minn hringdi í mig.“

,,Hann sagði mér að það væri búið að selja mig til Benfica. Það var besta augnablik sem ég hef upplifað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“