fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Eigendum Reykjavík Ink sleppt úr haldi

Hæstiréttur felldi úr gildi úrskurð héraðsdóms – Lögreglu tókst ekki að tengja fjórmenningana við árásina

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 8. nóvember 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigendur húðflúrstofunnar Reykjavík Ink, Össur Hafþórsson og Linda Mjöll Hafþórsdóttir, ásamt Kristens Kristenssyni og Sævari Hilmarssyni, voru þann 4. nóvember úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald, grunuð um aðild sprengjuárás á húðflúrstofuna Immortal Art í Dalshrauni sem átti sér stað þann 1. nóvember. Hæstiréttiréttur felldi úr gildi úrskurðinn í gær, mánudag, og eru fjórmenningarnir nú frjálsir ferða sinna.

Sjá einnig: Sérsveitin ræst út

Lögreglan gerði húsleit á sjö stöðum og handtók fimm manns föstudaginn 4. nóvember. Krafðist lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu þess að Össur, Linda, Kristens og Sævar yrðu úrskurðuð í gæsluvarðhald til 11. nóvember. Var einnig farið fram á að þeim yrði gert að sæta einangrun meðan á varðhaldinu stæði. Taldi Hæstiréttur að lögreglu hefði ekki tekist að tengja fjórmenningana við sprengjuárásina.

„Ekki var hægt að tengja fólkið við eldsvoðann.“

Mikil tilhlökkun

Immortal Art hafði einungis verið starfrækt í einn dag þegar skemmdarverkið var unnið. Í umfjöllun fjölmiðla kom fram að Ólafíu og Andra, sem eru eigendur Immortal Art, hefði ítrekað borist hótanir í aðdraganda opnunarinnar. Í frétt á Stundinni sagði að meintur tilgangur hótananna væri sá að fæla eigendur Immortal Art frá því að stofna fyrirtækið og þar með koma í veg fyrir samkeppni. Þá greindi Fréttatíminn frá því að sprengjuárás hefði áður verið gerð á heimili Ólafíu og sú árás verið sambærileg árásinni sem gerð var á Immortal Art. Þar sagði að Ólafía hefði flúið land í mars og selt heimili sitt.

Á Facebook-síðu Lindu mátti lesa að mikillar tilhlökkunar hefði gætt hjá parinu vegna opnunarinnar. Sú tilhlökkun var þó skammvinn.

Vann áður hjá Reykjavík Ink

Ólafía hefur getið sér gott orð í húðflúrheiminum og það tekur ekki langan tíma að komast að því hverjir voru hennar síðustu vinnuveitendur en hún vann áður á Reykjavík Ink. Í greinargerð lögreglu, þegar farið var fram á gæsluvarðhald, sagði að Ólafía hefði áður starfað á stofu Össurar og Lindu. Þar lét hún af störfum í desember í fyrra. Kveðst hún ítrekað hafa fengið hótanir í kjölfarið frá eigendum og aðilum þeim tengdum. Þá sagði í greinargerð lögreglu:

„Lögreglan hafi haft til rannsóknar þrjú önnur mál er varði ónæði, húsbrot, hótanir og eignaspjöll gagnvart A frá því í byrjun janúar 2016.“

Stofnandi Immortal Art vann áður hjá Reykjavík Ink.
Reykjavík Ink Stofnandi Immortal Art vann áður hjá Reykjavík Ink.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Lögreglan hafði einnig undir höndum myndskeið þar sem sjá mátti tvo einstaklinga koma á mótorhjóli að húsnæðinu. Brutu þeir rúðu og köstuðu inn sprengju og óku á brott. Grunaði lögreglu að rekja mætti hótanir og tilræðið til fyrrverandi vinnuveitenda Ólafíu. Lögreglan kvaðst hafa undir höndum áreiðanlegar upplýsingar frá fólki sem vildi ekki láta nafns síns getið sem átti að tengja fyrrverandi vinnuveitendur við árásina. Þá hefði hending ein ráðið því að enginn slasaðist. Gunnar Aðalsteinsson héraðsdómari ákvað vegna rannsóknarhagsmuna að úrskurða fjórmenningana í gæsluvarðhald.

Ekki rökstuddur grunur

„Ekki var hægt að tengja fólkið við eldsvoðann,“ sagði Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn í rannsóknardeild, í samtali við DV. „Við munum halda áfram að rannsaka málið.“

Sjá einnig: Sprengdu húðflúrstofu í Hafnarfirði

Í úrskurði Hæstaréttar segir að ekki sé hægt að þekkja mennina á mótorhjólinu. Lögreglu hafi ekki heldur tekist að leiða í ljós rökstuddan grun um að hægt væri að tengja fjórmenningana við eldsvoðann, hvorki með myndskeiðinu af vettvangi né húsleit á sjö stöðum. Úrskurðurinn var því felldur úr gildi og fólkinu sleppt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ragnhildur segir samfélagsmiðla auka á kvíða fólks – „Ég er með þá reglu að eftir kvöldmat er bara enginn sími“

Ragnhildur segir samfélagsmiðla auka á kvíða fólks – „Ég er með þá reglu að eftir kvöldmat er bara enginn sími“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Jóhann Rúnar Skúlason kominn í danska hestalandsliðið fyrir HM – Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku

Jóhann Rúnar Skúlason kominn í danska hestalandsliðið fyrir HM – Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku
Fréttir
Í gær

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn

Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn
Fréttir
Í gær

Húðlæknir vill banna ljósabekki á Íslandi – „Algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá“

Húðlæknir vill banna ljósabekki á Íslandi – „Algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá“