fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Jónsi í Sigur Rós fagnar árs afmæli Fischer

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 13. desember 2018 12:00

Systkinin Sigurrós, Lilja, Jónsi og Inga, ásamt Sindra, Kjartani og Alex

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngvarinn Jón Þór Birgisson, eða Jónsi í Sigur Rós, er á leið heim til Ísland og er tilefnið ærið, eins árs afmælisveisla verslunarinnar Fischer, sem hann rekur ásamt systrum sínum, Ingu, Lilju og Sigurrós. Hljómsveitin er nefnd í höfuð þeirrar síðastnefndu, sem er sú yngsta af systkinunum fjórum.

Fischer er verslun og sýningarrými í gamla Grjótaþorpinu og mikið er lagt upp með að örva skynjanir einstaklingsins.

Umhverfisvænar snyrtivörur unnar hérlendis með íslenskum lækningaolíum

Afmælisveislan verður haldin laugardaginn 15. desember þar sem mikið verður lagt í að gleðja gesti og gangandi.

Partýplata Fischer verður kynnt þar sem Jónsi syngur meðal annarra

„Þetta verður algjört ævintýri og eitthvað að finna fyrir alla. Sérstök partý plata verður gefin út í takmörkuðu upplagi, nýtt ilmkerti kynnt til sögunnar, ný listaverk til sýnis og Fischer kokteilinn gefins ásamt hinu nýja vegan súkkulaði Fischer, hnossgæti,“ segir Lilja. „Og þetta er bara byrjunin. Sin Fang og Kjartan Holm munu spila tónlist og hundurinn Atlas mun kynna nýja umhverfisvæna hunda sjampóið sitt fyrir vandláta hunda.“

Atlas kynnir nýtt alíslenskt hundasjampó fyrir vandláta hunda

Gleðin stendur alla helgina en mun tónleikadagskráin hefjast klukkan 16 á laugardaginn og standa til klukkan 18. Allir eru hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Viðburður á Facebook.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta