fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Eyjan

Pírati hellir sér yfir Miðflokksfjórmenninga: „Ég er kominn hingað í þetta púlt til þess að lýsa yfir hneykslun minni“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 12. desember 2018 16:23

Snæbjörn Brynjarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snæbjörn Brynjarsson, þingmaður Pírata, fordæmdi fjórmenninga Miðflokksins í dag, sem stefnt hafa Báru Halldórsdóttur vegna Klaustursupptökunnar. Í umræðum um störf þingsins sagði Brynjar að sér blöskraði framferði þingmannanna:

„Fjórir þingmenn ætla að stefna öryrkja og vilja miskabætur eða einhverja refsingu og ég er kominn hingað í þetta púlt til þess að lýsa yfir hneykslun minni, mér blöskrar þetta framferði, mér blöskrar að fólk sem er með margfaldar tekjur á við þennan einstakling, hópist saman gegn þessari einu manneskju og krefjist refsingar. Þessir menn hafa sýnt að þeir hafa hvorki manndóm né kjark til þess að biðjast afsökunar á hegðun sinni, að bara segja af sér og biðjast auðmjúklega fyrirgefningar. Mér finnst það alveg ótrúlegt að hugsa til þess að þeim hafi dottið í hug að stefna þessari manneskju. Þeir ættu frekar að þakka henni fyrir að hafa kennt sér mikilvæga lífslexíu.“

Lögmaður fjórmenninganna, Reimar Pétursson hæstaréttarlögmaður, segir í bréfi til Persónuverndar að fjórmenningarnir krefjist miskabóta vegna „njósnaaðgerðar“ Báru Halldórsdóttur á Klaustur bar og að Bára, 42 ára hinsegin öryrki með fötlun, sæti refsingu.

Fjórmenningarnir eru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, og Bergþór Ólason.

Þeir Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi hafa hundsað fundarboð stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um sendiherramálið svokallaða og því var málið tekið af dagskrá í dag og frestað fram í janúar.

Bára tók upp samtal sexmenninganna þar sem henni blöskraði talsmáti þeirra um alla þá minnihlutahópa sem hún sjálf tilheyrir og hefur víðast hvar hlotið lof fyrir. Hefur Jón Gnarr boðist til að hefja söfnun fyrir Báru, komi til þess að hún þurfi að greiða sekt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum